Útflutningsverðmæti sjávarafurða fyrstu fimm mánuði ársins nam um 146 milljörðum. Þetta er 1,5% samdráttur milli ára að teknu tilliti til gengisbreytinga.

Fjallað er um útflutningsverðmæti sjávarútvegs í Radarnum, fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar kemur fram að samdráttinn má fyrst og fremst rekja til tveggja afurðaflokka, þ.e. heilfrysts fisks (-31%) og svo fiskimjöls (-24%).

Í báðum þessum flokkum voru loðnuafurðir, þ.e. loðnumjöl og heilfryst loðna, fyrirferðarmiklar í fyrra. Í þessu samhengi má geta að landsframleiðslan dróst saman um 4% fyrstu þrjá mánuði ársins og má rekja þann samdrátt fyrst og fremst til loðnubrests og skerðingar á afhendingu raforku til stóriðju.

Útflutningsverðmæti ferskfisks eykst um 10%

Útflutningsverðmæti annarra afurðaflokka en nefndir eru hér á undan eykst á milli ára. Þar munar mest um 10% aukningu í útflutningsverðmæti ferskra afurða á milli ára, á föstu gengi. Eins er töluverð aukning í útflutningsverðmæti lýsis, eða sem nemur um 18% á sama kvarða.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða fyrstu fimm mánuði ársins nam um 146 milljörðum. Þetta er 1,5% samdráttur milli ára að teknu tilliti til gengisbreytinga.

Fjallað er um útflutningsverðmæti sjávarútvegs í Radarnum, fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar kemur fram að samdráttinn má fyrst og fremst rekja til tveggja afurðaflokka, þ.e. heilfrysts fisks (-31%) og svo fiskimjöls (-24%).

Í báðum þessum flokkum voru loðnuafurðir, þ.e. loðnumjöl og heilfryst loðna, fyrirferðarmiklar í fyrra. Í þessu samhengi má geta að landsframleiðslan dróst saman um 4% fyrstu þrjá mánuði ársins og má rekja þann samdrátt fyrst og fremst til loðnubrests og skerðingar á afhendingu raforku til stóriðju.

Útflutningsverðmæti ferskfisks eykst um 10%

Útflutningsverðmæti annarra afurðaflokka en nefndir eru hér á undan eykst á milli ára. Þar munar mest um 10% aukningu í útflutningsverðmæti ferskra afurða á milli ára, á föstu gengi. Eins er töluverð aukning í útflutningsverðmæti lýsis, eða sem nemur um 18% á sama kvarða.