Sam­stæða Vá­trygginga­fé­lags Ís­lands (VÍS) og Fossa fjár­festingar­banka, sem hefur nú fengið nafnið Skagi, skilaði 1,8 milljarða króna hagnaði fyrir árið 2023 sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi.

Ein­skiptis­liðir á árinu námu þó 996 milljónum og vegur þar þyngst 805 milljón króna niður­færsla hug­búnaðar sem hefur nei­kvæð á­hrif á af­komu fé­lagsins en engin á­hrif á gjald­þol.

Þá var ein­skiptis­kostnaður á árinu vegna sam­einingar VÍS og Fossa, for­stjóra­skipti hjá VÍS og undir­búnings til­færslu á trygginga­rekstri í dóttur­fé­lag um 191 milljón krónur.

Hagnaður án ein­skiptis­liða var því um 2,8 milljarðar.

Sex stórtjón hafa áhrif á tryggingastarfsemi

Af­koma VÍS af vá­trygginga­samningum lækkaði veru­lega á milli á ára og fór um 1,2 milljarða árið 2022 í 143 milljónir í fyrra þrátt fyrir 8,2% tekju­vöxt milli ára.

Stór­tjón hafði nei­kvæð á­hrif á sam­sett hlut­fall ársins sem er 99,5% en sam­sett hlut­fall segir til um tjóna- og rekstrar­kostnað tryggingar­fé­laga í hlutfalli við iðgjöld.

VÍS greindi frá því í ágúst­mánuði að hlut­fallið yrði á bilinu 98 til 100% eftir bruna í Hafnar­firði sem leiddi til stór­tjóns en alls voru sex stór­tjón sem höfðu á­hrif á af­komu ársins en hvert stór­tjón er hærra en 100 milljónir.

„Á árinu 2023 voru teknar á­kvarðanir sem hafa kostnaðar­lækkandi á­hrif og bæta af­komu trygginga­rekstrar til fram­tíðar í átt að mark­miði um 95% sam­sett hlut­fall. Niður­færsla hug­búnaðar að fjár­hæð 805 milljónum króna hefur nei­kvæð á­hrif á af­komu fé­lagsins á árinu 2023 en mun leiða til lægri af­skrifta fram­vegis,” segir Haraldur Þórðar­son, for­stjóri sam­stæðunnar.

SIV og Fossar skila um hálfum milljarði

Fossar fjár­festinga­banki kom inn í sam­stæðuna á fjórða árs­fjórðungi og SIV eigna­stýring hóf rekstur um mitt ár 2023. Tekjur af fjár­mála­starf­semi fé­laganna tveggja námu 494 milljónum króna.

Af­koma sam­stæðunnar af fjár­festingum eftir fjár­magns­liði nam 2,8 milljörðum króna en VÍS bók­færði 1,4 milljarða króna hagnað af sölunni á Kerecis til Colop­last á öðrum árs­fjórðungi og 135 milljónir á fjórða vegna væntrar viðbótargreiðslu.

Eignir í stýringu (e. AuM) námu 117 milljörðum króna í lok árs en þar er átt við eignir í stýringu og um­sýslu hjá Fossum og SIV, þ. m. t. ráð­stöfun við­skipta­vina í er­lenda sjóði stýr­enda í sam­starfi við Fossa.

„Árangur fjár­festinga á árinu var góður og var á­vöxtun heildar­safns um­fram við­mið. Fjár­festingar­tekjur námu 4.753 m.kr. á árinu sem sam­svarar 10,7% á­vöxtun en til saman­burðar nam við­miðið 2,4% hækkun á á­vöxtun. Á virki­lega krefjandi markaði skiluðu allir eigna­flokkar safnsins já­kvæðri á­vöxtun, þó mest frá skulda­bréfum og ó­skráðum hluta­bréfum,” segir Haraldur.

Í Kaup­hallar­til­kynningu segir að fé­lagið sé rétt að hefja veg­ferð sína í fjár­festingar­banka­starf­semi og eigna­stýringu og hafi metnaðar­full mark­mið um vöxt á ís­lenskum fjár­mála­markaði.

„Rekstur Fossa og SIV er kynntur sam­eigin­lega sem fjár­mála­starf­semi sam­stæðunnar. Á þessum fyrstu stigum í fjár­mála­starf­semi eru skýr merki um traust fjár­festa með aukningu eigna í stýringu á árinu. Í lok árs voru eignir í stýringu Fossa og SIV um 117 milljarðar króna og SIV er nú með tíu sjóði í stýringu. Sam­hliða betri markaðs­að­stæðum undir lok síðasta árs hefur rekstur Fossa með nýjum tekju­sviðum bankans skilað auknum tekjum og gefur góð fyrir­heit fyrir fram­haldið,” segir Haraldur í upp­gjörinu.

Stjórn fé­lagsins leggur til að greiddur verði arður að fjár­hæð um 0,5244 kr. á hlut eða 1.000 milljón krónur til hlut­hafa vegna rekstrar­ársins 2023.

Segir í Kauphallartilkynningu að stefna fé­lagsins sé að greiða ár­lega arð sem nemur yfir 40% af hagnaði síðasta árs eftir skatta.

Þanng 24. janúar sl. tilkynnti félagið um fram­kvæmd endur­kaupa­á­ætlunar sem nemur allt að 500 milljónum króna að markaðs­virði (eða að há­marki 30 milljón hluta) sem mun ljúka eigi síðar en 15. mars nk.

„Síðasta ár var við­burða­ríkt þar sem ný sam­stæða varð til með sam­einingu VÍS og Fossa. SIV eigna­stýring hlaut jafn­framt starfs­leyfi á árinu og hóf starf­semi. Þar með var grunnur lagður að nýju afli á fjár­mála­markaði sem stefnir á arð­bæran vöxt á sviði trygginga, fjár­festingar­banka­starf­semi og eigna­stýringar. Á síðasta ári fór mikill kraftur í sam­einingu og svo sam­þættingu fé­laganna. Nýtt fram­tíðar­skipu­lag sam­stæðu hefur verið kynnt og sam­þykkt af hlut­höfum með til­færslu trygginga­reksturs í dóttur­fé­lag. Sam­stæðan skilaði 1.832 milljónum króna í hagnað eftir skatt á árinu, en hagnaður án ein­skiptis­liða nam 2.828 milljónum króna,” segir Haraldur Þórðar­son, for­stjóri sam­stæðunnar.