Síminn og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) hafa tekið höndum saman og ætla sér að breyta landslagi rafíþrótta á Íslandi í sameiningu.

RÍSÍ mun þannig nýta sér sjónvarpsdreifikerfi Símans til að koma sinni dagskrárgerð beint heim í stofu eða snjalltæki alls áhugafólks um rafíþróttir. Síminn mun auk þess styðja við markaðssetningu og kynningarstarfsemi RÍSÍ og auðvelda aðgengi að rafíþróttum.

Síminn og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) hafa tekið höndum saman og ætla sér að breyta landslagi rafíþrótta á Íslandi í sameiningu.

RÍSÍ mun þannig nýta sér sjónvarpsdreifikerfi Símans til að koma sinni dagskrárgerð beint heim í stofu eða snjalltæki alls áhugafólks um rafíþróttir. Síminn mun auk þess styðja við markaðssetningu og kynningarstarfsemi RÍSÍ og auðvelda aðgengi að rafíþróttum.

„Það er ánægjulegt að taka þetta skref núna með Símanum og við hlökkum til samstarfsins. Munum við fara með nokkuð stærri sjónvarpsdagskrá í loftið í haust sem inniheldur meðal annars Skák sem mun fela í sér útsláttarkeppni í hraðskák og tölvuleikinn Fortnite sem er í miklum vexti á Íslandi,” segir Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ og fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum.

Rafíþróttasamband Íslands er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga á Íslandi. Sambandið hefur frá 2018 verið stærsti mótshaldari landsins á sviði rafíþrótta.

„Með þessu nýja samstarfi við RÍSÍ tökum við saman næstu skref og styðjum áframhaldandi vöxt rafíþrótta á Íslandi. Rafíþróttir eru stór og mikilvægur hluti af íþrótta- og tómstundalífi Íslendinga og útsendingar frá þeim eru ekki bara vinsælt sjónvarpsefni heldur líka frábær afþreying,“ segir Birkir Ágústsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum og fyrrum keppandi í Quake.