Íslenska fyrirtækið BagBee var nýlega stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni. Fyrirtækið tekur að sér að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innritar hann fyrir flugfarþega með íslensku flugfélögunum Icelandair og PLAY.

Þjónustan verður í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningu segir að fleiri flugfélög munu bætast við með haustinu.

Íslenska fyrirtækið BagBee var nýlega stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni. Fyrirtækið tekur að sér að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innritar hann fyrir flugfarþega með íslensku flugfélögunum Icelandair og PLAY.

Þjónustan verður í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningu segir að fleiri flugfélög munu bætast við með haustinu.

„Fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu eru að ryðja sér til rúms í Evrópu en samskonar þjónusta hefur verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt,” segir Valgeir Bjarnason.

Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum. BagBee notast við sama rakningarforrit og fyrirtækið Eldum Rétt.

BagBee segir að þjónustan einfaldi ferðalög fyrir hópa sem ferðast með mikinn farangur eða fjölskyldur sem hyggjast spara pláss í bílum á leiðinni út á flugvöll.