Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 974 af 5.778 starfsmönnum við kennslu án kennsluréttinda haustið 2022. Þetta samsvarar 16,9% kennara en sú tala hefur hækkað umtalsvert frá árinu 2012.

Á einu ári, frá 2021 til 2022 hafði tala þeirra kennara sem ekki búa yfir kennsluréttindi hækkað um 41.

Hæsta hlutfall kennara án kennsluréttinda er á Vestfjörðum, eða 36,2% og á Austurlandi, eða 34,3%. Á Suðurnesjum eru 30% kennara án réttinda en aðeins 11,3% á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er lægst.

Hagstofan greinir einnig frá því að 63,2% starfsfólks við kennslu er með grunnpróf á háskólastigi en aðeins 31.4% er með meistaragráðu eða meiri menntun.

Hlutfall þeirra sem lokið hafa meistaragráðu var hæst á meðal skólastjóra, eða um 60%. Meðal aðstoðarskólastjóra var sú tala 51,4% og 30% meðal deildarstjóra og kennara.

Kennurum hefur einnig fjölgað um tæplega 1.800 frá árinu 1998. Langflesta aukningin hefur átt sér stað meðal kvenna en þeim hefur fjölgað um tæplega 1.700. Vert er þó að geta þess að körlum við kennslu hefur fjölgað ár frá ári frá 2016 ef eingöngu er litið á fjöldatölur og fjölgaði um rúmlega 30 frá 2021 til 2022.

Brottföll kennara hefur meðal annars orðið tíðari en af þeim 5.700 starfsmönnum við kennslu haustið 2021 voru 785 ekki við kennslu haustið 2022. Þetta samsvarar 13,8% sem er hæsta brottfall síðan árið 2013 þegar það var 14,1%.