Kaup Landsprents, prentsmiðju Morgunblaðsins, á prentvél Fréttablaðsins og tengdum eignum úr þrotabúi Torgs eru nú til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu (SKE). Viðskiptin eru meðal sex samrunamála sem eru nú til meðferðar hjá SKE samkvæmt yfirliti á heimasíðu eftirlitsins.

Fullnægjandi samrunatilkynning vegna málsins barst 9. nóvember síðastliðinn og frestur á lok fyrsta fasa rannsóknarinnar er 14. desember.

Kaup Landsprents, prentsmiðju Morgunblaðsins, á prentvél Fréttablaðsins og tengdum eignum úr þrotabúi Torgs eru nú til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu (SKE). Viðskiptin eru meðal sex samrunamála sem eru nú til meðferðar hjá SKE samkvæmt yfirliti á heimasíðu eftirlitsins.

Fullnægjandi samrunatilkynning vegna málsins barst 9. nóvember síðastliðinn og frestur á lok fyrsta fasa rannsóknarinnar er 14. desember.

Landsprent festi í ágúst sl. kaup á prentvél Fréttablaðsins af þrotabúi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins sem lagði upp laupana á fyrri hluta ársins.

Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri Landsprents sagði í samtali við Heimildina í kjölfar kaupanna að hann reikni ekki með því að prentvélin sjálf verði rekin áfram. Prentsmiðjan hafi verið að sækjast eftir vélbúnaði og ýmsum rekstrarvörum en prentvélin verði líklega að brotajárni.

Ísafold prentsmiðjan gerði einnig tilboð í prentvélina en buðu lægra en Landsprent. Torg keypti prentvélina árið 2019 af Ísafold. Prentvélin var áfram staðsett í viðbyggingu við Ísafoldarprentsmiðju að Suðurhrauni 1 í Garðabæ undir eignarhaldi Torgs.