Tæknirisarnir Google og Yahoo hafa tekið upp nýjar reglur sem miða að því að draga úr rusl- og fjölpósti til viðskiptavina.

Tæknirisarnir Google og Yahoo hafa tekið upp nýjar reglur sem miða að því að draga úr rusl- og fjölpósti til viðskiptavina.

Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem senda tölvupósta í miklu magni – eða meira en fimm þúsund á dag samkvæmt skilgreiningu Google – að staðfesta netfang sitt, gera viðtakendum kleift að afskrá sig auðveldlega af lista og halda kvörtunum um fjölpóst (e. spam) í lágmarki.

Forstöðumaður hjá Gmail segir svikahrappa meðal annars nota spunagreind í auknum mæli og því sé nauðsynlegt að vernda viðskiptavini.