Matvöruverslanir landsins velta samanlagt um 250 milljörðum króna á ári. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er árleg óútskýrð rýrnun metin á bilinu 1 til 1,5% og er rýrnunin að langstærstum hluta vegna skipulagðar brotastarfsemi.

Matvöruverslanir landsins velta samanlagt um 250 milljörðum króna á ári. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er árleg óútskýrð rýrnun metin á bilinu 1 til 1,5% og er rýrnunin að langstærstum hluta vegna skipulagðar brotastarfsemi.

Þetta þýðir að árlega er vörum fyrir 2,5 til 3,8 milljarða króna stolið úr dagvöruverslunum. Upphæðin er enn hærri eða á bilinu 6 til 8 milljarðar króna þegar öll smásalan er tekin í reikninginn.

Vandamálið er stórt og eru Finnur Oddsson, forstjóri Haga og Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, sammála því að þjófnaður úr dagvöruverslunum sé að aukast. Þau eru líka sammála um að aukningin tengist ekki tilkomu sjálfsafgreiðslulausna í matvöruverslunum. Vegna ástandsins hafa bæði Hagar, sem reka Hagkaup og Bónus, sem og Festi, sem rekur Krónuna, aukið eftirlit með þjófnaði upp á síðkastið.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga.
Finnur Oddsson, forstjóri Haga.
© Gígja Einars (Gígja Einars)

„Þjófnaður er því miður daglegt brauð i verslunum. Við höfum því aukið eftirlit og aðrar aðgerðir til mótvægis og sendum öll mál sem upp koma til lögreglu", segir Finnur og bendir á að rýrnun vegna þjófnaðar sé hluti af rekstrarkostnaði og komi þess vegna niður á öllum í gegnum vöruverð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.