Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan tilkynntu í dag um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga.

Þá var skrifað undir viljayfirlýsingu milli OR og sveitarfélagsins Ölfus um að snúa bökum saman í sameiginlegum markmiðum um ábyrga og hagkvæma nýtingu orkuauðlinda. Fyrirhugað samstarf var innsiglað með undirritun viljayfirlýsingar í Elliðaárstöð í dag, sem er nýr áfangastaður Orkuveitunnar í Elliðaárdal.

Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan tilkynntu í dag um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga.

Þá var skrifað undir viljayfirlýsingu milli OR og sveitarfélagsins Ölfus um að snúa bökum saman í sameiginlegum markmiðum um ábyrga og hagkvæma nýtingu orkuauðlinda. Fyrirhugað samstarf var innsiglað með undirritun viljayfirlýsingar í Elliðaárstöð í dag, sem er nýr áfangastaður Orkuveitunnar í Elliðaárdal.

„Fáist rannsóknarleyfið með forgang að nýtingu er fyrirhugað að skrifa undir viljayfirlýsingu um nýtingu jarðhitaauðlindarinnar til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. Einnig er lögð áhersla á að afurðir frá virkjuninni verði nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði, að því er segir í tilkynningu Orkuveitunnar.

Þar segir að Ölfusdalur sé ríkur af jarðhitaauðlindum en Veitur nýta þær til húshitunar í Hveragerði í dag. Rannsóknir hafa farið fram á svæðinu um árabil og þar eru taldar líkur á því að hægt sé að nýta auðlindina betur til framleiðslu á bæði rafmagni og heitu vatni, sambærilegt því sem Veitur og Orka náttúrunnar gera á Hengilssvæðinu.

„Við hér í Ölfusi höfum um nokkurt skeið unnið að því að auka velferð á grundvelli umhverfisvænnar verðmætasköpunar. Við vitum og þekkjum að án verðmætasköpunar verður engin velferð. Við þekkjum það einnig að aðgengi að orku er forsenda þeirra stóru umhverfisverkefna sem við erum í svo sem hvað varðar landeldi á laxi, ræktun smáþörunga til manneldis, rekstur gróðurhúsa og fleira,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og bætti við að það vildi nú svo til að rafmagnið verði ekki til í innstungum og heita vatnið ekki í krananum.

„Ef við viljum verðmætasköpun á borð við það sem við erum nú að vinna að þá þarf að sækja orkuna og það ætlum við að gera á forsendum þeirra umhverfissjónarmiða sem við viljum standa fyrir í samstarfi við okkar góðu samstarfsaðila í Orkuveitu Reykjavíkur.“

Afurðir nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið

Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, sagði að samhliða sameiginlegri umsókn um rannsóknarleyfi færi í gang vinna við að kanna hagkvæmni, mat á vinnslugetu svæðisins og forhönnun virkjunar á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú þegar liggja fyrir.

Þar verði öll áhersla lögð á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar þar sem afurðir frá virkjuninni verða m.a. nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði.