Viðskipti með hlutabréf Sjóvá og VÍS í aðdraganda þess að tilkynnt var um tæplega 180 milljarða króna sölu á Kerecis í sumar voru tekin til skoðunar af Kauphöllinni.

Magnús Harðar­son, for­stjóri Kaup­hallarinnar, stað­festir þetta í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

„Það urðu þarna hreyfingar, en ég get ekki tjáð mig um svona mál, en get stað­fest að þetta var tekið til skoðunar,“ segir Magnús en um 700 milljón króna velta var með bréf tryggingarfélaganna í aðdraganda sölunnar.

Kauphöllin sinnir eftirliti með viðskiptum á hlutabréfamarkaði en ef grunur leikur á um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað eru gögn send til fjármálaeftirlitsins til frekari rannsóknar.

Magnús vildi ekki staðfesta hvort slíkt hafi verið gert í þessu tilfelli.

Viðskiptablaðið hefur óskaði eftir svörum frá FME um hvort eftirlitið sé að rannsaka viðskipti tengdum tryggingarfélögunum í aðdraganda sölunnar.

Viðskipti með hlutabréf Sjóvá og VÍS í aðdraganda þess að tilkynnt var um tæplega 180 milljarða króna sölu á Kerecis í sumar voru tekin til skoðunar af Kauphöllinni.

Magnús Harðar­son, for­stjóri Kaup­hallarinnar, stað­festir þetta í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

„Það urðu þarna hreyfingar, en ég get ekki tjáð mig um svona mál, en get stað­fest að þetta var tekið til skoðunar,“ segir Magnús en um 700 milljón króna velta var með bréf tryggingarfélaganna í aðdraganda sölunnar.

Kauphöllin sinnir eftirliti með viðskiptum á hlutabréfamarkaði en ef grunur leikur á um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað eru gögn send til fjármálaeftirlitsins til frekari rannsóknar.

Magnús vildi ekki staðfesta hvort slíkt hafi verið gert í þessu tilfelli.

Viðskiptablaðið hefur óskaði eftir svörum frá FME um hvort eftirlitið sé að rannsaka viðskipti tengdum tryggingarfélögunum í aðdraganda sölunnar.

Hækkuðu töluvert fyrir staðfestingu

Fyrstu vikuna í júlí byrjaði há­vær orð­rómur um risa­sölu á Kerecis að sveima á ís­lenskum fjár­mála­markaði.

Tölu­verð hækkun átti sér stað á hluta­bréfa­verði Sjó­vá og VÍS í Kaup­höllinni þann 6. júlí en yfir­töku­til­boð danska heil­brigðis­risans Colop­last á Kerecis var endan­lega stað­fest með til­kynningu tryggingar­fé­laganna til Kaup­hallarinnar eftir lokun markaða þann dag.

Tryggingar­fé­lögin hækkuðu hins vegar veru­lega þann 6. júlí en hluta­bréfa­verð VÍS hækkaði um 5,9% í 220 milljón króna við­skiptum á meðan gengi Sjó­vár hækkaði um 4,5% í 470 milljón króna við­skiptum.

Tölu­verð hækkun fé­laganna var rakin til orð­róms um söluna en Sjó­vá átti 115.689 hluti sem var um 1,5% eignar­hlutur í Kerecis en kaup Colop­last voru fjár­mögnuð með hluta­bréfa­út­gáfu.

Samkvæmt uppgjöri mun Sjó­vá bók­færa u.þ.b. 1,15 milljarða króna hagnað á þriðja árs­fjórðungi 2023 vegna sölunnar.

Sölu­virði hlutar VÍS í Kerecis sam­kvæmt árs­upp­gjöri fyrri árs­helmings nam um 2,8 milljörðum en upp­haf­lega fjár­festingin VÍS í Kerecis nam um 245 milljónum en VÍS átti 136.715 hluti í Kerecis.

Sölu­virði á hlutum tryggingarfélaganna getur þó tekið breytingum, m. a. vegna mögu­legrar við­bótar­greiðslu tengdri rekstrar­árangri Kerecis og gengi banda­ríkja­dollar þegar salan fer fram.