Fyrir­tæki sem stunda raf­mynta­gröft hafa verið að hamstra Bitcoin upp á síð­kastið í von um að raf­myntin muni hækka í verði til að bæta upp fyrir yfir­vofandi tap fyrir­tækjanna er fram­boðið skerðist á föstu­daginn.

Skráð fyrir­tæki í raf­mynta­greftri líkt og Mar­at­hon Digi­tal, C­lean­S­park og Bit­farms sitja nú á Bitcoin fyrir um 2,8 milljarða Banda­ríkja­dali, sam­kvæmt The Miner Mag en Financial Times greinir frá.

Frá og með föstu­deginum mun dag­lega fram­boðið á bitcoin, sem fyrir­tæki í raf­mynta­greftri fá fyrir að stað­festa milli­færslur með raf­myntinni, fara úr 900 niður í 450 bitcoin.

Viðskiptamódelið háð hækkunum bitcoin

Um er að ræða breytingu sem var teiknuð inn þegar raf­myntin var stofnuð en fram­boðið lækkar á fjögurra ára fresti til að verjast verð­bólgu.

Sam­kvæmt FT hafa vogunar­sjóðir verið að skort­selja fyrir­tæki í raf­mynta­greftri lengi en margir þeirra sjá fyrir sér að þegar fram­boðið helmingast muni arð­semi nást.

Hluta­bréfa­verð fyrir­tækja sem stunda raf­mynta­gröft hefur lækkað tölu­vert á árinu en um er að ræða iðnað sem eyðir tölu­verðu magni af tekjum sínum í orku og tækni­nýjungar til að geta keppst um hverja einustu raf­mynt.

„Þetta er við­skipta­módel sem byggir tölu­vert á þeirri trú að verð á Bitcoin muni hækka og eftir­spurn aukast,“ segir Larisa Yarova­ya, prófessor í fjár­málum við Há­skólann í Sout­hampton, í sam­tali við FT.

Sam­kvæmt The Miner Mag eru raf­mynta­grafarar með um 46.200 bitcoin í vara­sjóðum. Hlut­fallið hefur ekki verið hærra síðan í maí 2022 þegar verð­hrun raf­myntarinnar neyddi raf­mynta­grafara til að selja úr vara­sjóðum.

Banda­ríska fyrir­tækið C­lean­s­park sat á meira en 5.000 bitcoin í lok mars sem er um 2.400% aukning frá mars 2023. Mar­at­hon Digi­tal sat á 17.300 bitcoin sem er 50% aukning frá sama tíma­bili í fyrra.

„Allir eru von­góðir um að verðið á bitcoin muni halda á­fram að hækka og leysa vanda­málið sem fylgir skerðingunni,“ segir Matt­her Schultz, stjórnar­for­maður C­lean­S­park við FT.

Bjart­sýni fjár­festa á raf­mynta­markaði er ekki úr lausu lofti gripinn er bitcoin hefur hækkað um 121% síðast­liðna sex mánuði. Á­kvörðun verð­bréfa­eftir­lits Banda­ríkjanna að leyfa kaup­hallar­sjóði með raf­myntum spilar þar stórt hlut­verk.

Bitcoin náði há­marki í 73.800 dölum um miðjan mars en hefur síðan lækkað um 14% og fór undir 60.000 dalina í gær. Stendur gengið í um 62.000 dölum núna.

Þessi bjart­sýni hefur þó ekki stöðvað vogunar­sjóði í því að skort­selja fyrir­tæki í raf­mynta­greftri. Sem dæmi eru um 24% af hluta­bréfum Mar­at­hon á láni sam­kvæmt S&P Global Market.

Fyrir­tækin hafa einnig verið í basli með að skila hagnaði en þau eru mörg hver mjög skuld­sett eftir mikla sókn eftir bjart­sýnis­markaðinn árið 2021 sem endaði með verð­hruni á raf­myntinni.