Í morgun var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn á málum tengdum Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda og aðaleiganda Útgerðarfélags Reykjavíkur sem áður hét Brim.
Í kjölfarið sendi Samkeppniseftirlitið frá sér tilkynningu þar sem stofnunin tók fram að frummatið kunni að taka breytingum eftir að frekari upplýsinga hafi verið aflað.
Nú hefur Guðmundur Kristjánsson sent frá sér tilkynningu vegan málsins en í henni kemur meðal annars fram að Guðmundur Kristjánsson hafi ekki verið stjórnarmaður í Vinnslustöðinni í vor og að kaup Brims á öllu hlutafé í Ögurvík hafi ekki verið tilkynningarskyld. Í lok tilkynningarinnar skýtur hann á stjórnarformann Torgs ehf., sem er rekstrarfélag Fréttablaðsins og bendir á að hann sé jafnframt lögmaður meirihlutaeigenda í Vinnslustöðinni sem og varafomaður stjórnar VSV.
Tilkynningin í heild sinni:
„Samkeppniseftirlitið hefur kaup Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda í athugun og sendi félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði. Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34% hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun. Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun. Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar. Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.
Mál þetta var til umfjöllunar í fjölmiðlum í byrjun júlí á þessu ári og þá sagði Guðmundur í viðtali við Morgunblaðið að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir væru að fylgjast með viðskiptalífinu og er hann enn þeirrar skoðunar.
En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“
Í morgun var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn á málum tengdum Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda og aðaleiganda Útgerðarfélags Reykjavíkur sem áður hét Brim.
Í kjölfarið sendi Samkeppniseftirlitið frá sér tilkynningu þar sem stofnunin tók fram að frummatið kunni að taka breytingum eftir að frekari upplýsinga hafi verið aflað.
Nú hefur Guðmundur Kristjánsson sent frá sér tilkynningu vegan málsins en í henni kemur meðal annars fram að Guðmundur Kristjánsson hafi ekki verið stjórnarmaður í Vinnslustöðinni í vor og að kaup Brims á öllu hlutafé í Ögurvík hafi ekki verið tilkynningarskyld. Í lok tilkynningarinnar skýtur hann á stjórnarformann Torgs ehf., sem er rekstrarfélag Fréttablaðsins og bendir á að hann sé jafnframt lögmaður meirihlutaeigenda í Vinnslustöðinni sem og varafomaður stjórnar VSV.
Tilkynningin í heild sinni:
„Samkeppniseftirlitið hefur kaup Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda í athugun og sendi félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði. Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34% hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun. Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun. Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar. Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.
Mál þetta var til umfjöllunar í fjölmiðlum í byrjun júlí á þessu ári og þá sagði Guðmundur í viðtali við Morgunblaðið að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir væru að fylgjast með viðskiptalífinu og er hann enn þeirrar skoðunar.
En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“