Íslenska krónan hefur veikst umtalsvert það sem af er septembermánuði.

Gengisvístalan fór úr 185,55 í mánaðarbyrjun og stendur nú í 190,34.

Þessi veiking krónunnar kemur í kjölfar nánast viðstöðulausrar styrkingar frá því í lok maí.

Krónan hefur veikst í dag um 0,3% gagnvart evru, staðið í stað gagnvart dalnum en gengisvísitalan hefur hækkað um 0,25%.

Krónan hefur veikst um 2,5 % gagnvart evru frá byrjun septembermánaðar. Gengið í byrjun mánaðar var 142,2 krónur fyrir evruna en stendur nú í 145,5 krónum.

Krónan styrkist verulega í sumar gagnvart evru. Styrkingin nam 6,5%,frá 23. maí, þegar krónan var veikust í vor, til 1. september.

Krónan einnig veikst gagnvart Bandaríkjadal. Gengið í byrjun mánaðar var 130,44 en stendur nú í 135,76. Nemur veikingin 4,2%