S&P 500 úr­vals­vísi­talan féll um 3% í síðustu viku en vísi­talan hefur nú lækkað stöðugt í þrjár vikur í röð en slíkt hefur ekki gerst síðan í mars á þessu ári.

Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin vestan­hafs eru þunga­miðjan, hefur einnig verið á niður­leið síðustu vikur en hún féll 0,1% á föstu­daginn.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa lækkaði einnig vestan­hafs á föstu­daginn eftir að hafa verið í sögu­legri hæð en krafan á 10 ára ríkis­skulda­bréf féll úr 4,479% í 4,438% fyrir helgina.

S&P 500 úr­vals­vísi­talan féll um 3% í síðustu viku en vísi­talan hefur nú lækkað stöðugt í þrjár vikur í röð en slíkt hefur ekki gerst síðan í mars á þessu ári.

Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin vestan­hafs eru þunga­miðjan, hefur einnig verið á niður­leið síðustu vikur en hún féll 0,1% á föstu­daginn.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa lækkaði einnig vestan­hafs á föstu­daginn eftir að hafa verið í sögu­legri hæð en krafan á 10 ára ríkis­skulda­bréf féll úr 4,479% í 4,438% fyrir helgina.

Banda­ríski seðla­bankinn á­kvað á mið­viku­daginn að halda stýri­vöxtum ó­breyttum en Jerome Powell seðla­banka­stjóri úti­lokaði ekki frekari hækkanir á árinu.

Fjár­festar vestan­hafs óttast að háir vextir verði raunin næsta árið og hafa margir vogunar­sjóðir verið að selja hluta­bréf og kaupa í peninga­markaðs­sjóðum og hluta­bréfum.

Tækni­fyrir­tækin hafa verið að taka stærsta höggið sam­kvæmt The Wall Street Journal en hluta­bréfa­verð Affirm féll um 17 % í síðustu viku, Block féll um 15% og PayPal um 10%.

Á sama tíma hækkaði Ford um tæp 2% eftir að verk­falls­að­gerðum var frestað á föstu­daginn en bíla­fram­leiðandinn leiddi hækkanir í S&P500 vísi­tölunni í síðustu viku.

Sömu sögu er að segja að á heims­vísu en Stoxx Europe 600 féll um 0,3% á föstu­daginn á meðan Nikkei vísi­talan í Japan féll um 0,5%.