Matshæfisfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Bandaríkjanna úr AAA flokki í fyrsta skipti í sögunni. Þetta þýðir að bandarísk ríkisskuldabréf eru ekki lengur talin nær áhættulaus. Lækkun lánshæfismatsins byggir á því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki tekið nógu afgerandi ákvarðanir til þess að borga niður skuldir sínar á næstu árum.

Áætlun um að auka lánsheimildir ríkissjóðs um 2.400 milljarða dollara, sem samþykkt var á dögunum, væri ekki nægilega traust skref í rétta átt. Meira þyrfti til þess snúa við skuldasöfnun Bandaríkjanna frá ári til árs. Fitch og Moody's, hin stóru lánshæfismatsfyrirtækin, sáu ekki ástæðu til þess að lækka matið. Talsmaður seðlabanka Bandaríkjanna segir í viðtali við The New York Times að lækkunin sé óvænt.