Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2023-2025 kom út í síðustu viku. Þar sker bankinn sig nokkuð úr í samaburði við aðrar nýlegar þjóðhagsspár þegar kemur að þróun á gengi krónunnar.

Í spánni er gert ráð fyrir að krónan verði um það bil 8% sterkari í lok spátímans en hún var í árslok 2022, sem jafngildir því að evran kosti um það bil 142 kr.

Þegar þetta er skrifað kostar evran 149,7 krónur, en það sem af er árinu 2023 hefur gengi krónu verið nokkuð stöðugt og hefur evran sveiflast á bilinu 148-157 kr. frá áramótum.

Til samanburðar taldi greiningardeild Arion banka í þjóðhagsspá sinni frá því fyrr í mánuðinum að gengið myndi haldast nokkuð stöðugt yfir spátímabilið og enda í 151 krónu í lok árs 2025.

Nánar er fjallað um þjóðhagsspá Íslandsbanka í Viðskiptablaðinu sem kom út föstudaginn 2. júní. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.