Rússneska olíufyrirtækið Lukoil er meðal breiðs hóps fjárfesta sem hafa samþykkt að kaupa rússneska hluta hollenska félagsins Yandex, sem hefur hingað til rekið stærstu leitarvél og skutlþjónustu Rússlands.

Rússneska olíufyrirtækið Lukoil er meðal breiðs hóps fjárfesta sem hafa samþykkt að kaupa rússneska hluta hollenska félagsins Yandex, sem hefur hingað til rekið stærstu leitarvél og skutlþjónustu Rússlands.

Wall Street Journal greinir frá því að kaupverðið nemi 475 milljörðum rúbla, eða um 750 milljörðum króna, en í hið minnsta helmingur kaupverðsins verður greiddur með kínverskum júönum.

Mikil óvissa hefur verið um framtíð Yandex í Rússlandi en félagið byrjaði í nóvember 2022 að endurskoða eignarhald fyrirtækisins í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.