Alþjóðleg lögregluaðgerð náði nýlega að loka á spilliforrit sem hefur alls stolið 5,9 milljörðum dala og tengdist einnig öðrum glæpum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að forritið hafi líklega verið stærsta spilliforrit í heimi frá upphafi.

Kínverski ríkisborgarinn Wang Yun He, sem er einnig ríkisborgari í St. Kitts og Nevis, hefur verið ákærður fyrir að búa til og reka spilliforritið.

Alþjóðleg lögregluaðgerð náði nýlega að loka á spilliforrit sem hefur alls stolið 5,9 milljörðum dala og tengdist einnig öðrum glæpum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að forritið hafi líklega verið stærsta spilliforrit í heimi frá upphafi.

Kínverski ríkisborgarinn Wang Yun He, sem er einnig ríkisborgari í St. Kitts og Nevis, hefur verið ákærður fyrir að búa til og reka spilliforritið.

Samkvæmt ákærunni rak Wang, ásamt nokkrum samstarfsaðilum, forritið frá 2014 til 2022 en spilliforritið kallaðist 911 S5. Það náði þá að brjóta sér leið inn í 19 milljón IP-vistföng í rúmlega 200 löndum.

Verði Wang fundinn sekur á hann yfir höfði sér 65 ára fangelsisvist en hann er einnig sagður hafa selt IP-tölur fyrir 99 milljónir dala. Hann keypti þar að auki fasteignir í Bandaríkjunum, St. Kitts og Nevis, Kína, Singapúr, Tælandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Eignir hans námu samtals 60 milljónum dala og lagði lögregla einnig hald á Ferrari-bíla, Rolls-Royce og nokkur rándýr úr.