Stjórn Play hefur safnað áskriftarloforðum frá hluthöfum flugfélagsins að fjárhæð tæplega 2,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Alls hafa hluthafarnir skráð sig fyrir 574.943.745 hlutum að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut 4,5 krónur.

Stjórn Play hefur safnað áskriftarloforðum frá hluthöfum flugfélagsins að fjárhæð tæplega 2,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Alls hafa hluthafarnir skráð sig fyrir 574.943.745 hlutum að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut 4,5 krónur.

Play tilkynnti þann 8. febrúar að félagið hygðist sækja 3-4 milljarða króna í nýtt hlutafé til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Jafnframt áformar félagið að færa sig af First North-markaðnum yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar.

Í tilkynningu sem Play sendi frá sér í morgun kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins ásamt ráðgjöfum þess hafi á undanförnum dögum kannað hug stærstu hluthafa félagsins til þess að leggjaf félaginu til aukið hlutafé.

„Félagið hyggst á næstum vikum halda áfram að ræða við fjárfesta úr hópi núverandi hluthafa og hefja viðræður við aðra fjárfesta, með það að markmiði að afla frekari skuldbindinga um þátttöku í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu.“

Play stefnir að því að tilkynna um endanlegt umfang aukningarinnar og helstu skilmála samhliða boðun aðalfundar í lok þessa mánaðar auk frekari upplýsinga um skráningu á aðalmarkað.

„Ég er gríðarlega ánægður með þessa sterku stuðningsyfirlýsingu okkar stærstu hluthafa við félagið með áskriftarloforði að fjárhæð um 2.600 milljónum króna. Þátttaka okkar sterka hluthafahóps í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu skapar skilyrði til að ljúka þeirri hlutafjáraukningu sem félagið áformar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play.

„Eins og fram kom á afkomufundi okkar fyrr í febrúar eru skýr merki um bata í rekstrinum og er núverandi lausafjárstaða vel viðunandi, þrátt fyrir hraðan vöxt og ítrekuð ytri áföll í rekstrarumhverfinu.

Play hefur á að skipa frábærum hópi starfsfólks sem hefur staðið sig gríðarlega vel á undanförnum árum. Með enn betri fjármögnun hefur félagið meiri styrk til að mæta óvæntum áföllum og getu til að grípa spennandi vaxtatækifæri. Ég vil þakka okkar stærstu hluthöfum okkar þá tiltrú sem þeir sýna félaginu eftir þessa fyrstu lotu og hlakka til að kynna reksturinn enn betur fyrir öðrum fjárfestum og markaðsaðilum. Framtíð Play er mjög björt og félagið er vel í stakk búið að vaxa og dafna á markaðinum.“