Starbucks tilkynnti á dögunum opnun á nýjum svokölluðum kaffigarði í Kína sem ber heitið China Coffee Innovation Park. Garðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar fyrir Starbucks og er stærsta fjárfesting fyrirtækisins utan Bandaríkjanna en hann kostaði 220 milljónir dali.

Hugmyndin var fyrst kynnt í mars 2020 en nú er garðurinn sagður vera sjálfbærasta kaffiframleiðsla og dreifingarstöð Starbucks í heiminum.

Starbucks tilkynnti á dögunum opnun á nýjum svokölluðum kaffigarði í Kína sem ber heitið China Coffee Innovation Park. Garðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar fyrir Starbucks og er stærsta fjárfesting fyrirtækisins utan Bandaríkjanna en hann kostaði 220 milljónir dali.

Hugmyndin var fyrst kynnt í mars 2020 en nú er garðurinn sagður vera sjálfbærasta kaffiframleiðsla og dreifingarstöð Starbucks í heiminum.

Garðurinn svokallaði er staðsettur í borginni Kunshan í um klukkutíma keyrslu frá Shanghai. Þessi 80.000 fermetra miðstöð inniheldur brennslustöð þar sem grænar Arabica-baunir eru brenndar, pakkaðar, geymdar og svo dreifðar. Starbucks segist einnig bjóða gestum að mæta og kynnast „baun-til-bolla“ sýningum og notar einnig miðstöðina til að þjálfa starfsmenn.

„Kaffigarðurinn hefur mikilvæga þýðingu fyrir Starbucks í Kína og á heimsvísu. Hann er einn eitt dæmi um skuldbindingu Starbucks í Kína sem nær langt umfram það að selja kaffibolla,“ segir Belinda Wong, stjórnarformaður og forstjóri Starbucks í Kína.

Í tilkynningu segir einnig að garðurinn muni auka hraða Starbucks í vörunýjungum og mun það gera fyrirtækinu kleift að framleiða sérsniðið kaffi fyrir Kína.

Starbucks opnaði fyrsta útibú sitt í Kína árið 1999 í World Trade byggingunni í Peking, en íslenska sendiráðið var staðsett á hæðinni fyrir ofan áður en það var flutt í sendiráðshverfi borgarinnar. Frá því fyrirtækið kom inn á kínverska markaðinn hefur fyrirtækið þurft að aðlaga sig að kínverskum bragðlaukum og drykkjuhefðum.

Fyrirtækið rekur nú 6500 kaffihús í Kína og hefur sala Starbucks í Kína hækkað um 46%.