Gregers Wedell-Wedells­borg, for­stjóri dönsku apó­teks­keðjunar Matas, segir fyrir­tækið stefna á ná heildar­veltu sam­stæðunnar í 10 milljarða danskra króna á næstu fjórum árum.

Sam­svarar það um 200 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Þetta kemur fram í við­tali Børsen við Wedell-Wedells­borg en Matas, sem er skráð í Kaup­höllina í Dan­mörku, birti ný­verið árs­reikning sem sýndi tölu­verðan vöxt milli ára.

Tekjur Matas námu 6,7 milljörðum danskra króna í fyrra sem er um 49% aukning milli ára en aukninguna má rekja til yfir­töku Matas á sænsku keðjunni Kicks síðasta sumar.

Wedell-Wedells­borg segist eiga vona á tekjur verði í kringum 8 milljarðar á fyrsta heila fjár­hags­árinu eftir sam­einingu Matas og Kicks.

Hann segist þó hvergi nærri hættur og hyggst fara í fleiri yfir­tökur sam­hliða því að auka markaðs­hlut­deild Matas.

„Þetta verður kostnaðar­samt en við trúum því að af­koman muni aukast. Við erum fyrst og fremst að ein­blína á frekari vöxt,“ segir Wedell-Wedells­borg í samtali við Børsen.

Stefnan innanhúss heitir „Sigrum Norður­löndin“ sem upp­færð út­gáfu af stefnunni „Stækkum Matas“ sem fé­lagið opin­beraði árið 2020.

Mark­mið síðar­nefndu stefnunnar var að ná tekjum Matas yfir 5 milljarða danskra króna fyrir árið 2025 en apótekskeðjan hefur náð því markmiði.

Stefnan er nú sem fyrr segir um sett á um 10 milljarða danskra króna en að mati Wedell-Wedells­borg er snyrti­vöru- og lyfja­markaðurinn á Norður­löndunum um 70 milljarðar danskra króna að stærð og vex hann um 4% ár­lega.