Árni Sigurðs­son, for­stjóri Marels, segir það vera mark­mið bæði Marel og JBT að greiða skuldirnar niður hratt, spurður um hvort hann hafi á­hyggjur af skuld­setningu hins sam­einaða fé­lags, m. a. vegna þess hvernig yfir­töku­til­boðið er fjár­magnað.

„Það sem JBT hefur sagt er að ef við miðum við að þetta sé að klárast í lok árs er á­ætlað að nettó vaxta­berandi skuldir sem marg­feldi af EBITDA verði undir 3,5x miðað við nú­verandi plön, sem gætu auð­vitað breyst með ytra um­hverfinu, en svo ætti sam­einað fé­lag að vera mjög sterkt með gott sjóð­streymis­módel til að lækka skuld­setninguna eins fljótt og auðið er með það að mark­miði að koma skulda­hlut­falli undir þrjá árið 2025,“ segir Árni í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku.

Árni Sigurðs­son, for­stjóri Marels, segir það vera mark­mið bæði Marel og JBT að greiða skuldirnar niður hratt, spurður um hvort hann hafi á­hyggjur af skuld­setningu hins sam­einaða fé­lags, m. a. vegna þess hvernig yfir­töku­til­boðið er fjár­magnað.

„Það sem JBT hefur sagt er að ef við miðum við að þetta sé að klárast í lok árs er á­ætlað að nettó vaxta­berandi skuldir sem marg­feldi af EBITDA verði undir 3,5x miðað við nú­verandi plön, sem gætu auð­vitað breyst með ytra um­hverfinu, en svo ætti sam­einað fé­lag að vera mjög sterkt með gott sjóð­streymis­módel til að lækka skuld­setninguna eins fljótt og auðið er með það að mark­miði að koma skulda­hlut­falli undir þrjá árið 2025,“ segir Árni í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku.

Sam­kvæmt skráningar­lýsingu JBT í tengslum við yfir­töku­til­boð fé­lagsins í allt hluta­fé Marels er heildar­kostnaður við yfir­tökuna í kringum 1,9 milljarða evra, sem sam­svarar um 285 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins í dag.

Sam­kvæmt gögnunum er á­ætlað að skuld­setning JBT aukist um 1,5 milljarða evra, eða um 225 milljarða króna, til að fjár­magna kaupin en í lok mars skuldaði JBT um 652,5 milljónir Banda­ríkja­dala og Marel 800,9 milljónir evra. Sam­eigin­leg skuld fé­laganna tveggja fyrir yfir­tökuna á gengi dagsins er því um 310 milljarðar króna.

„Við höfum verið að hugsa þetta mjög vand­lega. Ég heyri að JBT er að reyna að finna það jafn­vægi þannig að skuld­setningin verði ekki of há á sama tíma og það er ekki verið að þynna út nú­verandi hlut­hafa þeirra of mikið út,“ sagði Árni í sam­tali við Við­skipta­blaðið í síðustu viku.

Spurður hvernig sviðs­myndin verði hjá Marel ef hlut­hafar hafni til­boðinu segir Árni að stefna Marels um að sækja fram verði ó­breytt.

„Stefna Marels er mjög skýr og hún breytist ekki hvort sem verður af sam­einingu eða ekki. Það er kostur. Marel hefur síðustu ár náð að út­víkka við­skipta­módel sitt og ná þeirri stærð og um­svifum að það er ekki lífs­nauð­syn­legt fyrir okkur að fara í yfir­tökur eða eitt­hvað slíkt, þar sem við höfum byggt upp það sterkt fé­lag. Mögu­leg sam­eining við JBT hraðar sýn okkar að um­breyta mat­væla­vinnslu í heiminum í sam­starfi við við­skipta­vini okkar,“ segir Árni.