Útgjöld rússneska ríkisins jukust til muna eftir að Vladimir Pútín var endurkjörinn forseti í síðasta mánuði. Samkvæmt fjármálaráðuneyti Rússa nam halli af rekstri ríkisins á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1.484 milljarðar rúbla, eða sem nemur um 2.250 milljörðum króna, þrátt fyrir að olíutekjur hafi aukist til muna.

Útgjöld rússneska ríkisins jukust til muna eftir að Vladimir Pútín var endurkjörinn forseti í síðasta mánuði. Samkvæmt fjármálaráðuneyti Rússa nam halli af rekstri ríkisins á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1.484 milljarðar rúbla, eða sem nemur um 2.250 milljörðum króna, þrátt fyrir að olíutekjur hafi aukist til muna.

Samkvæmt útreikningi Bloomberg var ríkissjóður rekinn með afgangi í mars sem snerist síðan í halla í apríl. Er talið að Rússar hafi eytt 128 milljörðum rúbla á dag í apríl, samanborið við 102 milljarða rúbla í mars.

Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla frá árslokum 2022 en innrás Rússa í Úkraínu hefur kallað á stóraukin útgjöld.