Samtök stærstu kvikmyndavera heims (Motion Pictures Association) vara við áformum Lilju Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um að krefjast “menningarframlags” af innlendum og erlendum streymisveitum. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um drög að frumvarpi ráðherra um menningarframlags streymisveitna til eflingar íslenskri menningu og íslenskrar tungu sem er nú í samráðsgátt stjórnvalda.

Kvikmyndaver á borð við Disney, Universal, Netflix, Sony og Universal eiga aðild að Motion Pictures Association. Efnislega skylda frumvörpsdrögin að streymisveitur greiði annaðhvort árframlag til Kvikmyndasjóðs, sem nemi að hámarki 5% af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitu á Íslandi á ársgrundvelli eða skyldar þær til að fjárfesta með beinum hætti í framleiðslu í innlendu hljóð- og myndefni, í skilningi laganna, fyrir 5% af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitunnar á Íslandi á ársgrundvelli.

Fórnarlöm menningarframlagsins?
Fórnarlöm menningarframlagsins?

Fram kemur í umsögn Motion Pictures Association að frumvarpsdrögin gangi hreinlega í berhögg við þær tilskipanir sem gilda í Evrópu um streymisveitur og tengdan iðnað og ekki sé gætt að jafnræði milli ólíkra framleiðenda.

Þá er bent á að ef framlags til Kvimyndasjóðs er krafist af erlendum streymisveitum þá boði Evrópulöggjöfin að þær geti jafnframt sótt um framlög úr sjóðnum. Frumvarpsdrögin kveða ekki á um neitt slíkt.

Skot í fótinn

Í umsögninni er einnig bent á að útfærslan kunni að grafa undan innlendri kvikmyndaframleiðslu til lengri tíma. Það að skatturinn leggist á heildaráskriftartekjur og taki ekki mið af arðsemi þjónustannar gæti fælt erlendar streymisveitur frá því að bjóða upp á eða kaupa þjónustu hér á landi og á sama tíma gæti skatturinn leitt til verðhækkana á framleiðslukostnaði hér á landi sem svo grafi undan samkeppnishæfni kvikmyndageirans.

Samtök stærstu kvikmyndavera heims (Motion Pictures Association) vara við áformum Lilju Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um að krefjast “menningarframlags” af innlendum og erlendum streymisveitum. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um drög að frumvarpi ráðherra um menningarframlags streymisveitna til eflingar íslenskri menningu og íslenskrar tungu sem er nú í samráðsgátt stjórnvalda.

Kvikmyndaver á borð við Disney, Universal, Netflix, Sony og Universal eiga aðild að Motion Pictures Association. Efnislega skylda frumvörpsdrögin að streymisveitur greiði annaðhvort árframlag til Kvikmyndasjóðs, sem nemi að hámarki 5% af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitu á Íslandi á ársgrundvelli eða skyldar þær til að fjárfesta með beinum hætti í framleiðslu í innlendu hljóð- og myndefni, í skilningi laganna, fyrir 5% af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitunnar á Íslandi á ársgrundvelli.

Fórnarlöm menningarframlagsins?
Fórnarlöm menningarframlagsins?

Fram kemur í umsögn Motion Pictures Association að frumvarpsdrögin gangi hreinlega í berhögg við þær tilskipanir sem gilda í Evrópu um streymisveitur og tengdan iðnað og ekki sé gætt að jafnræði milli ólíkra framleiðenda.

Þá er bent á að ef framlags til Kvimyndasjóðs er krafist af erlendum streymisveitum þá boði Evrópulöggjöfin að þær geti jafnframt sótt um framlög úr sjóðnum. Frumvarpsdrögin kveða ekki á um neitt slíkt.

Skot í fótinn

Í umsögninni er einnig bent á að útfærslan kunni að grafa undan innlendri kvikmyndaframleiðslu til lengri tíma. Það að skatturinn leggist á heildaráskriftartekjur og taki ekki mið af arðsemi þjónustannar gæti fælt erlendar streymisveitur frá því að bjóða upp á eða kaupa þjónustu hér á landi og á sama tíma gæti skatturinn leitt til verðhækkana á framleiðslukostnaði hér á landi sem svo grafi undan samkeppnishæfni kvikmyndageirans.