Hlutabréf Paramount hrundu við opnun markaða í morgun eftir hækkun í framvirkum samningum fyrir markaðsopnun.

Stuttu eftir opnun í New York lækkaði gengi Paramount um 0,59% en gengi fyrirtækisins hefur lækkað um 8,26% frá því verkfall handritshöfunda vestanhafs byrjaði. Hlutabréfaverð Paramount er nú 12,5 dalir á hvern hlut samanborið við 22,8 dali fyrir verkfallið.

Gengi Netflix hækkaði hins vegar um 1,08% fljótlega eftir opnun og það sama má segja um Walt Disney Co og Amazon, sem hækkuðu um 0,23% og 0,91%.

Fregnir af samkomulagi handritshöfunda verkalýðsfélagsins Writers Guild of America og framleiðslufyrirtækja í dag virðast hafa blásið líf í hlutabréfaspár en verkfallið, sem hófst í byrjun maí, er það lengsta í Hollywood í áratugi.