Peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hefur á­kveðið að hækka stýri­vexti bankans um 0,5 prósentu­stig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 9,25%.

„Verð­bólga hefur hjaðnað undan­farið og mældist 7,6% í júlí. Fram­lag hús­næðis­liðarins til verð­bólgu hefur minnkað, dregið hefur úr al­þjóð­legum verð­hækkunum og gengi krónunnar hækkað. Inn­lendar verð­hækkanir hafa hins vegar reynst þrá­látar og eru enn á breiðum grunni. Undir­liggjandi verð­bólga hefur því minnkað hægar en mæld verð­bólga og var 6,7% í júlí,” segir í á­kvörðun nefndarinnar.

Mun þetta vera fjór­tánda stýri­vaxta­hækkun nefndarinnar í röð. Nefndin kom síðast saman í maí og hækkaði þá stýrivexti bankans um 1,25 prósentustig, úr 7,5% í 8,75%. Jafn­framt á­kvað nefndin að hækka fasta bindi­skyldu inn­láns­stofnana úr 1% í 2% í maí.

Peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hefur á­kveðið að hækka stýri­vexti bankans um 0,5 prósentu­stig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 9,25%.

„Verð­bólga hefur hjaðnað undan­farið og mældist 7,6% í júlí. Fram­lag hús­næðis­liðarins til verð­bólgu hefur minnkað, dregið hefur úr al­þjóð­legum verð­hækkunum og gengi krónunnar hækkað. Inn­lendar verð­hækkanir hafa hins vegar reynst þrá­látar og eru enn á breiðum grunni. Undir­liggjandi verð­bólga hefur því minnkað hægar en mæld verð­bólga og var 6,7% í júlí,” segir í á­kvörðun nefndarinnar.

Mun þetta vera fjór­tánda stýri­vaxta­hækkun nefndarinnar í röð. Nefndin kom síðast saman í maí og hækkaði þá stýrivexti bankans um 1,25 prósentustig, úr 7,5% í 8,75%. Jafn­framt á­kvað nefndin að hækka fasta bindi­skyldu inn­láns­stofnana úr 1% í 2% í maí.

Í yfir­lýsingu nefndarinnar í maí kom fram að búast mætti við frekari hækkunum eftir sumarið. Næsti fundur nefndarinnar er í októ­ber.

„Hag­vöxtur mældist 7% á fyrsta fjórðungi þessa árs og at­vinnu­leysi hefur haldið á­fram að minnka. Enn er því tölu­verð spenna á vinnu­markaði og í þjóðar­búinu í heild þótt vís­bendingar séu um að tekið sé að hægja á vexti efna­hags­um­svifa,“ segir í á­kvörðuninni.

Að mati nefndarinnar hafa verð­bólgu­horfur til lengri tíma lítið breyst þótt horfur til skamms tíma hafi batnað frá því í maí. Þá eru verð­bólgu­væntingar til lengri tíma vel yfir mark­miði. Því er enn hætta á að verð­bólga reynist þrá­lát.

Vextir fjármálafyrirtækja við Seðlabankann verða svona

Vextir á ári
Daglán 11%
Lán gegn veði til 7 daga 10%
Innlán bundin í 7 daga 9,25%
Viðskiptareikningur 9%
Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 9%
Bindiskyldar innstæður, föst 0%

„Í ljósi þess er nauð­syn­legt að herða taum­hald peninga­stefnunnar enn frekar. Einkum er mikil­vægt að koma í veg fyrir víxl­verkun hækkandi launa og verð­lags. Vís­bendingar eru um að á­hrif vaxta­hækkana undan­farin misseri séu að koma skýrar fram og mun peninga­stefnan á næstunni ráðast af þróun efna­hags­um­svifa, verð­bólgu og verð­bólgu­væntinga.“

Kynning á yfirlýsingu peningastefnunefndar

Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fer fram klukkan 9:30.

Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.

Hægt er að horfa á kynninguna í fréttinni hér að neðan.