Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur nú yfir höfuðborginni og hefur fólki verið ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. Samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur getur móðan haft áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum.

Dreifingin virðist ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í samtali við Vísi að skynsamlegt sé að loka gluggum á meðan móðan er.

Loftgæðimælingar í Peking og í Reykjavík.
© Skjáskot (Skjáskot)

Loftgæðin í Reykjavík eru nú svipuð og í kínversku höfuðborginni Peking en samkvæmt þarlendum mælum mælist heildaloftgæði (e. Air Quality Index) um 60, miðað við 57 í Reykjavík.