Stjórn Sýnar hf. hefur boðað til hluthafafundar sem haldinn verður fimmtudaginn 20. október 2022 klukkan 10:00 í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108, Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þrír hluthafar sem fara með samtals 10,18% eignarhlut í Sýn, óskuðu eftir því í byrjun vikunnar að boðað yrði til hluthafafundar í félaginu. Kröfðust hluthafarnir að á fundinum yrði tekin fyrir tillaga þeirra um stjórnarkjör.

„Tillagan felur í sér tvennt að mati stjórnar Sýnar hf.; að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður, og að kjörinn verði ný stjórn ef fyrri tillagan verður samþykkt.“

Í tilkynningu segir að dagskrá fundarins verði með eftirfarandi hætti:

  1. Tillaga um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar félagsins.
  2. Með fyrirvara um að tillaga undir tölulið 1. hér að framan verði samþykkt, fer fram stjórnarkjör.
  3. Önnur mál.

Stjórn Sýnar hf. hefur boðað til hluthafafundar sem haldinn verður fimmtudaginn 20. október 2022 klukkan 10:00 í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108, Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þrír hluthafar sem fara með samtals 10,18% eignarhlut í Sýn, óskuðu eftir því í byrjun vikunnar að boðað yrði til hluthafafundar í félaginu. Kröfðust hluthafarnir að á fundinum yrði tekin fyrir tillaga þeirra um stjórnarkjör.

„Tillagan felur í sér tvennt að mati stjórnar Sýnar hf.; að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður, og að kjörinn verði ný stjórn ef fyrri tillagan verður samþykkt.“

Í tilkynningu segir að dagskrá fundarins verði með eftirfarandi hætti:

  1. Tillaga um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar félagsins.
  2. Með fyrirvara um að tillaga undir tölulið 1. hér að framan verði samþykkt, fer fram stjórnarkjör.
  3. Önnur mál.

Hluthafarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:

  • Fasti ehf., sem skráð er fyrir 20.650.000 hlutum í Sýn hf.;
  • Tækifæri ehf., sem skráð er fyrir 6.015.462 hlutum í Sýn hf.; og
  • Borgarlind ehf., sem skráð er fyrr 650.000 hlutum í Sýn hf.

Fasti ehf. er í eigu hjón­anna Hilm­ars Þórs Krist­ins­son­ar og Rann­veig­ar Eir­ar Ein­ars­dótt­ur. Hjónin eiga meirihluta í verktakafyrirtækinu Reir Verk.

Tækifæri ehf. er í eigu Arnars Más Jóhannessonar og Trausta Ágústssonar, en félagið var stofnað í mars síðastliðnum. Arnar Már starfar sem endurskoðandi hjá Rýni endurskoðun og var áður fjármálastjóri fjárfestingafélagsins Atorku á árunum 2007-2009. Trausti Ágústsson er stjórnarformaður og hluthafi vátryggingamiðlunarinnar Tryggingar og ráðgjöf, sem hefur meðal annars séð um sölu á tryggingum frá Novis hér á ldni.

Borgarlind ehf. er í eigu Stefáns Más Stefánssonar.