Félagið VÖK-Baths ehf. hagnaðist um 16 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar nam hagnaðurinn 35 milljónum árið 2021.

Félagið rekur baðastöðu og veitingastað við Urriðavatn skammt frá Egilsstöðum. Tekjur félagsins námu 395 milljónum króna á síðasta ári, sem er um 12% tekjuaukning frá árinu á undan.

Eignir VÖK-Baths námu 1.220 milljónum um síðustu áramót og skuldir 815 milljónum. Jarðböðin hf. eru stærsti hluthafinn með um 39%. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri VÖK-Baths.

Lykiltölur / VÖK-Baths

2022 2021
Tekjur 395 353
Eignir 1.221 1.255
Eigið fé 406 390
Afkoma 16 35
- í milljónum króna