Bandarísk stjórnvöld hafa kynnt nýjar reglur sem munu takmarka innflutning íhluta frá kínverskum framleiðendum sem ætlaðir eru fyrir rafbíla.

Nýju reglurnar hafa það markmið að hjálpa við að byggja upp rafbílaiðnaðinn í Bandaríkjunum en gagnrýnendur segja að þær geti hamlað orkuskipti.

Bandarísk stjórnvöld hafa kynnt nýjar reglur sem munu takmarka innflutning íhluta frá kínverskum framleiðendum sem ætlaðir eru fyrir rafbíla.

Nýju reglurnar hafa það markmið að hjálpa við að byggja upp rafbílaiðnaðinn í Bandaríkjunum en gagnrýnendur segja að þær geti hamlað orkuskipti.

Kínversk fyrirtæki framleiða um þessar mundir langflesta rafbíla, rafhlöður og hráefni sem notuð eru í rafbíla af öllum í heiminum. Bandarískir stjórnmálamenn segja hins vegar að ákveðin hætta geti stafað af kínverskum framleiðendum.

Fyrirhuguð samstarf stórfyrirtækja, eins og samstarf Ford og kínverska fyrirtækisins CATL, hafa þar á meðal verið harðlega gagnrýnd.

Á síðasta ári samþykkti bandaríska þingið ný loftslagslög sem bjóða fleiri milljarða dali í formi skattaívilnana í von um að efla bandaríska rafbílaiðnaðinn. Lögin fela meðal annars í sér allt að 7.500 dala skattaívilnun fyrir hvern rafbíl sem framleiddur er í landinu.

Af þeim 100 tegundum rafbíla sem seldir eru í Bandaríkjunum, eru aðeins 20 sem myndu fá þessar ívilnanir. Samkvæmt nýju reglunum myndu bílar sem framleiddir eru í Bandaríkjunum en notast við kínverskar rafhlöður ekki njóta góðs af þessum afslætti.