Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur fengið leyfi frá ísraelska þinginu, Knesset, til að loka útibúi fjölmiðils ins Al Jazeera í landinu en ný lög gefa ráðherranum völd til að loka útsendingarstöðvum sem talin eru ógna öryggi ríkisins.

Ísraelsk yfirvöld hafa um nokkurt skeið sagt Al Jazeera eiga í nánum tengslum við Hamas á Gaza-ströndinni. Í færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, bendlaði Netanyahu fjölmiðilinn við hryðjuverkaárásina 7. október. „Nú er tími til kominn að fjarlægja málpípu Hamas úr landinu okkar,“ skrifaði hann.

Talsmenn Al Jazeera hafna ásökunum ráðherrans og segja þær ógna öryggi blaðamanna miðilsins um allan heim. Talsmaður Hvíta hússins segir að ákvörðunin sé áhyggjuefni og að Bandaríkin styðji blaðamenn um allan heim, líka á Gaza.