Fréttamiðillinn Wall Street Journal tók fyrir umdeilda áætlun New York-borgar en hún felur í sér að draga úr umferðarteppum með svokölluðum teppugjöldum (e. Congestion Tolls).

Tollarnir eru þegar til staðar í borgum eins og London og hafa verið við lýði í 20 ár. Í Stokkhólmi og Gautaborg má einnig finna slíka tolla en þeir eiga bara við um bíla sem eru ekki skráðir í Svíþjóð.

Kerfið virkar þannig að eigandi bíls er rukkaður um ákveðna upphæð um leið og bíllinn keyrir inn á afmarkað svæði þar sem umferðin er talin vera mest. Í London nær svæðið til að mynda um miðja borgina frá Westminster til Spitalfields. Bílstjóri er rukkaður um 15 pund þegar hann keyrir inn á það. Greiðslan gildir svo allan daginn, sama hversu oft bílstjóri keyrir inn eða út af svæðinu.

Fréttamiðillinn Wall Street Journal tók fyrir umdeilda áætlun New York-borgar en hún felur í sér að draga úr umferðarteppum með svokölluðum teppugjöldum (e. Congestion Tolls).

Tollarnir eru þegar til staðar í borgum eins og London og hafa verið við lýði í 20 ár. Í Stokkhólmi og Gautaborg má einnig finna slíka tolla en þeir eiga bara við um bíla sem eru ekki skráðir í Svíþjóð.

Kerfið virkar þannig að eigandi bíls er rukkaður um ákveðna upphæð um leið og bíllinn keyrir inn á afmarkað svæði þar sem umferðin er talin vera mest. Í London nær svæðið til að mynda um miðja borgina frá Westminster til Spitalfields. Bílstjóri er rukkaður um 15 pund þegar hann keyrir inn á það. Greiðslan gildir svo allan daginn, sama hversu oft bílstjóri keyrir inn eða út af svæðinu.

Samgönguráðuneyti New York-borgar áætlar að íbúar í borginni eyði tæplega 117 klukkustundum á hverju ári fastir í umferðinni og segir að nýja kerfið verði komið í gildi innan árs.

Janno Lieber, framkvæmdastjóri ráðuneytisins, segir að suðurhluti Manhattan-eyju, eða allt sem er undir Central Park, verði tollskylt svæði. Hægt verður að keyra á hraðbraut sem liggur við strendur suðurhluta eyjunnar þar sem ekki þarf að borga.

„Það þarf að nota þessa fjármuni í að efla samgöngur og byggja fleiri lestarleiðir“

Hann bætir við að verið sé að íhuga afslætti fyrir tekjulága íbúa og þeirra sem neyðast til að keyra inn á svæðið sökum vinnu eða af öðrum ástæðum. Aðspurður um það hvernig peningurinn verður svo nýttur segir Janno að hann verði settur í almenningssamgöngur.

„Það þarf að nota þessa fjármuni í að efla samgöngur og byggja fleiri lestarleiðir, ekki bara að viðhalda því sem við höfum nú þegar,“ segir Janno en 80% af gjöldunum munu renna í neðanjarðarlestarkerfið og sitt hvor tíu prósentan mun fara í Long Island-lestina og Metro-norðurlestina.

Háværustu gagnrýnisraddirnar hafa hins vegar komið frá íbúum í New Jersey-ríki, en bílstjórar þaðan borga þegar 14,75 dali í hvert sinn sem þeir keyra yfir Holland- og Lincoln-göngin til að komast til Manhattan. New Jersey hefur þegar formlega kært bæði New York og bandaríska ríkið fyrir að samþykkja áætlunina.