Raf­bíla­fram­leiðandinn Tesla þarf inn­kalla hátt í 4000 Cybertruck bíla vegna mögu­legrar villu í bensín­gjöf bílanna.

Sam­kvæmt Sam­göngu­stofu Banda­ríkjanna er hætta á að bensín­gjöfin festist sem veldur ó­viljandi hröðun og eykur líkur á á­rekstri.

Banda­ríski frétta­miðilinn MarketWatch greinir frá en í til­kynningu frá Tesla segir fyrir­tækiði að það viti ekki til þess að neinar á­rekstrar hafi átt sér stað vegna gallans.

Tesla mun bjóða eigendum upp á óskeypis viðgerð á gallanum.

Hluta­bréfa­verð Tesla hefur lækkað um 13% síðast­liðna fimm daga og er búist við því að gengi muni lækka enn frekar þegar markaðir opna vestan­hafs.

Gengi raf­bíla­fram­leiðandans hefur nú þegar lækkað um 3% í fram­virkum samningum fyrir lokuðum markaði.