Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur tilkynnt að sportbíllinn Tesla Roadster muni líta dagsins ljós á næsta ári. Miklar tafir hafa verið á framleiðslu nýja bílsins en hinn upprunalegi Roadster var fyrst gefinn út árið 2008.

Árið 2017 lofaði Musk endurbættri útgáfu sem hann sagði að yrði hraðskreiðasti bíll sinnar tegundar með 400 km/klst. hámarkshraða. Upprunalega átti frumsýning bílsins að eiga sér stað árið 2020 og var verðmiðinn í kringum 200 þúsund dalir.

Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur tilkynnt að sportbíllinn Tesla Roadster muni líta dagsins ljós á næsta ári. Miklar tafir hafa verið á framleiðslu nýja bílsins en hinn upprunalegi Roadster var fyrst gefinn út árið 2008.

Árið 2017 lofaði Musk endurbættri útgáfu sem hann sagði að yrði hraðskreiðasti bíll sinnar tegundar með 400 km/klst. hámarkshraða. Upprunalega átti frumsýning bílsins að eiga sér stað árið 2020 og var verðmiðinn í kringum 200 þúsund dalir.

Musk skrifaði röð færslna á samfélagsmiðli sínum X í dag að hönnun bílsins væri samstarfsverkefni milli Tesla og SpaceX og yrði kynnt í lok árs. Roadster-bíllinn verður ekki nema eina sekúndu upp í 100 km/klst. og segir Musk að það sé minnst áhugaverðasti hlutur bílsins.

„Í kvöld bættum við verulega hönnunarmarkmiðin fyrir hinn nýja Tesla Roadster. Það verður aldrei annar eins bíll, ef þú gætir jafnvel kallað hann bíl,“ segir Musk.

Tilkynning Tesla kemur aðeins nokkrum dögum eftir að kínverski rafbílaframleiðandinn BYD frumsýndi sinn 233 þúsund dala sportbíl, BYD U9. Kínverska fyrirtækið stefnir á að byrja selja bílinn seinna á þessu ári.