Ólafur Jóels, þáttarstjórnandi Game Tíví, segist mjög spenntur fyrir nýjasta tölvuleik í Grand Theft Auto seríunni, GTA 6. Fyrstu stiklu leiksins var lekið á netið í gærkvöldi en til stóð að hún yrði formlega birt í dag.

„Ég var að streyma Game Tíví þáttinn í gærkvöldi og stuttu eftir streymið þá var maður að fá trailerinn sendan úr öllum áttum á Facebook. Þeir gerðu náttúrulega allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir lekann, en svo þurftu þeir að bregðast hratt við í gær þegar þetta kom.“

Hann telur líklegt að einhverjir starfsmenn Rockstar Games, sem framleiðir tölvuleikinn, hafi þurft að taka pokann sinn í dag eftir atvikið. „Stiklur eins og þessar hafa oft vatnsmerki þegar þeim er dreift svona innanhúss þannig að það er mjög auðvelt að rekja það.“

Ólafur Jóels, þáttarstjórnandi Game Tíví, segist mjög spenntur fyrir nýjasta tölvuleik í Grand Theft Auto seríunni, GTA 6. Fyrstu stiklu leiksins var lekið á netið í gærkvöldi en til stóð að hún yrði formlega birt í dag.

„Ég var að streyma Game Tíví þáttinn í gærkvöldi og stuttu eftir streymið þá var maður að fá trailerinn sendan úr öllum áttum á Facebook. Þeir gerðu náttúrulega allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir lekann, en svo þurftu þeir að bregðast hratt við í gær þegar þetta kom.“

Hann telur líklegt að einhverjir starfsmenn Rockstar Games, sem framleiðir tölvuleikinn, hafi þurft að taka pokann sinn í dag eftir atvikið. „Stiklur eins og þessar hafa oft vatnsmerki þegar þeim er dreift svona innanhúss þannig að það er mjög auðvelt að rekja það.“

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í bandaríska tölvuleikjafyrirtækinu Take-Two Interactive, móðurfélags Rockstar Games, hafi lækkað um 5% í framvirkum samningum fyrir lokuðum markaði í dag.

Sérfræðingar telja að lækkunin skýrist að stórum hluta vegna vonbrigða um útgáfudag leiksins en leikurinn er ekki væntanlegur fyrr en 2025, en vangaveltur höfðu verið á sveimi um að leikurinn kæmi út á næsta ári.

„Ég held að menn ættu bara að vera þakklátir fyrir það að leikir verði gerðir almennilega. Ég er jú svekktur eins og margir að hann kemur ekki út fyrr en 2025, en á sama tíma þá forðumst við annað Cyberpunk-slys þar sem bæði fjárfestar og aðdáendur voru með mikla pressu á að leikurinn kæmi út.“

Ólafur á þá við tölvuleikinn Cyberpunk 2077 sem kom út árið 2020. Framleiðendur voru farnir að fá líflátshótanir vegna þess hve oft þeir höfðu tafið útgáfudegi leiksins. Þegar leikurinn var svo gefinn út í flýti kvörtuðu margir yfir bilunum og öðrum vandamálum og þurfti Sony á endanum að taka leikinn úr sölu.

„Það er samt búið að vera mikil pressa á fyrirtækið. Það var til dæmis einhver sem lak einhverjum 90 myndböndum úr leiknum og þar sást til dæmis að það yrði kvenhetja. Svo voru orðrómar um hvar leikurinn ætti að gerast,“ segir Ólafur en hann er sáttur að leikurinn gerist með Miami-blæ. „Ég var sjálfur mikill Vice City maður og fannst hann einn af skemmtilegustu leikjunum. Hann var svona litríkur með neon-ljósum sem er alltaf gaman í tölvuleikjum.“

Ólafur segir að leikurinn líti hrikalega vel út og samkvæmt orðrómum þá sé hægt að ganga inn í hvert hús í leiknum og eru persónurnar keyrðar áfram af gervigreind sem eru í gangi allan sólarhringinn.

„Það var til dæmis eitt atriði sem gerist á ströndinni og þar sér maður fjölbreytileikann. Þú ert með helling af fólki á einhverri strönd og það eru allir að sinna sínum málum. Enginn af þeim kemur sögunni við og enginn af þeim kemur þessum heimi við. Það er svakalegt að sjá þetta,“ segir Ólafur.