Spænska innviðafjárfestingarfélagið Ferrovial hefur samþykkt að selja 25% hlut sinn í FGP Topco, móðurfélagi Heathrow flugvallarins í London, fyrir 2,4 milljarða punda eða sem nemur tæplega 420 milljörðum króna.

Franska sjóðastýringafélagið Ardian, sem eignaðist Mílu í fyrra, mun kaupa 15% hlut í Heathrow. Þá kaupir PIF, þjóðarsjóður Sádi-Arabíu, 10% hlut.

Spænska innviðafjárfestingarfélagið Ferrovial hefur samþykkt að selja 25% hlut sinn í FGP Topco, móðurfélagi Heathrow flugvallarins í London, fyrir 2,4 milljarða punda eða sem nemur tæplega 420 milljörðum króna.

Franska sjóðastýringafélagið Ardian, sem eignaðist Mílu í fyrra, mun kaupa 15% hlut í Heathrow. Þá kaupir PIF, þjóðarsjóður Sádi-Arabíu, 10% hlut.

Ferrovial, stærsti hluthafi Heathrow, hefur verið stór hluthafi í flugvellinum frá árinu 2006 og átti um tíma 56% eignarhlut. Fjárfestingarfélagið minnkaði hlut sinn í fyrir rúmum áratug og hefur síðan haldið á um 25% hlut.

Í umfjöllun Financial Times segir að stjórnendur Ferrovial hafi verið óánægðir með regluverk í Bretlandi. Fyrr í ár neyddist Heathrow til að lækka lendingargjöld um nærri fimmtung vegna ákvörðunar bresku flugmálastofnunarinnar CAA.

Ferrovial sagði að viðskiptin væru háð samþykkis eftirlitsaðila ásamt því að aðrir hluthafar – þar á meðal þjóðarsjóður Katar, singapúrski þjóðarsjóðurinn GIC og ástralski lífeyrissjóðurinn ART - hefðu forkaupsrétt.

Ferrovial lýsti þó yfir vilja til að halda í aðrar eignir tengdar flugvöllum í Bretlandi. Fjárfestingarfélagið á 50% hlut í flugvöllum í Aberdeen, Glasgow og Southampton. Auk þess á Ferrovial 60% hlut í Dalaman flugvellinum í Tyrklandi og 49% hlut í flugstöð 1 á JFK flugvellinum í New York.

Spænska innviðafjárfestingarfélagið horfir í síauknum mæli til vaxtartækifæra í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt FT.