Kristbjörg Halla Magnúsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ segir að umfjöllun undanfarinna daga og vikna um deilur innan SÁÁ í fjölmiðlum þar sem fjallað hafi verið um fjárhagsvanda, óróleika og að allt sé í einhvers konar lamasessi hjá samtökunum ekki vera aðalmálið.

Aðalfundur SÁÁ verður haldinn 30. Júní n.k og hafa tveir aðilar gefið það út að þeir sækist eftir formannskjöri, Einar Hermannson og Þórarinn Tyrfingsson.

Kristbjörg Halla er í hópi 57 starfsmanna samtakanna sem sent hafa frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við Einar gegn Þórarni. Þórarinn Tyrfingsson var yfirlæknir og formaður samtakanna um áratugi en lét af störfum árið 2017 en þá tók Valgerður Rúnarsdóttir við starfinu.

Vanvirðing og ofbeldi í samskiptum

Segir Kristbjörg Halla deilurnar í samtökunum nú snúa um það sem hún kallar yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem ekki geti sleppt tökunum á gömlum tímum, og virðist hún þar vísa til Þórarins.

Jafnframt segir hún að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga og að meðferðarvinnan hafi aldrei gengið betur, undir stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og miklar jákvæðar breytingar hafa orðið innan starfsmannahópsins vegna annara stjórnunarhátta en áður.

Undir þessa yfirlýsingu skrifa 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ sem er meirihluti starfsfólks alls og mikill meirihluti meðferðarsviðs.

Jafnframt segir hún að hluti starfsmanna hafi ekki viljað láta nafn síns getið af ótta við viðbrögð Þórarins Tyrfingssonar, sem hún segir sýna kannski í einföldustu mynd það sem hún kallar þá ógnarstjórn sem hafi verið við lýði þegar hann var við stjórn.

Við viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson!

SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu samfélagslegu hlutverki sem heilbrigðisstofnun sem meðhöndlar fíknsjúkdóm. Ávinningur meðferðar skilar sér ekki bara til einstaklingsins sem er að fást við fíkn heldur til fjölskyldunnar, barna, atvinnurekenda, annarra heilbrigðisstofnana, félagslega kerfisins og svona mætti lengi telja.

Núna er að koma að aðalfundi SÁÁ þar sem kjósa á nýja stjórnarmeðlimi og formann. Tveir einstaklingar hafa boðið sig fram í embætti formanns, Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson.

Valgerður Rúnarsdóttir tók við starfi forstjóra sjúkrahússins Vogs af Þórarni Tyrfingssyni árið 2017 og markaði það ákveðin tímamót í starfi SÁÁ. Við starfsfólkið höfum orðið áþreifanlega vör við jákvæðar breytingar sem hafa orðið á meðferðinni, stjórnunarháttum og samskiptum innan fyrirtækisins. Starfsmannavelta hefur minnkað umtalsvert, tækifæri til þróunar í starfi, starfsánægja og valdefling starfstéttanna aukist og breytt stöðu starfsmanna. Breytingarnar sem við finnum fyrir snúast að miklu leyti um þá stjórnunarhætti sem breyttust þegar Valgerður tók við af Þórarni. Starfsfólkið fékk rödd sem áður mátti helst ekki heyrast, samráð milli og innan fagstétta tók stakkaskiptum til hins betra. Einnig er nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa faglegra og markvissara undir handleiðslu Ingunnar Hansdóttur. Meðferðin varð skjólstæðingavænni, einstaklingsmiðaðri og betur tekið mið af sértækum þörfum ákveðinna sjúklingahópa en áður.

Við treystum Einari Hermannssyni til að leiða SÁÁ áfram inn í nýja tíma í takt við þær góðu breytingar sem hafa orðið.

Undir stjórn Þórarins fengu starfsmenn þau skilaboð að sumar starfsstéttir innan þverfaglega teymisins væru óþarfar. Álit læknisins var upphaf og endir alls. Skoðanir annarra starfsstétta léttvægar og jafnvel óæskilegar og starfsfólk fékk ekki tækifæri til að nýta menntun sína og þekkingu í ákvarðanatöku í skjólstæðingavinnunni. Stjórnunarhættir þess tíma miðuðu frekar að sundrung milli fagstétta og þöggun en farsælu samráði og samstarfi. Þannig sjónarmið og stjórnunarhættir eiga ekkert pláss í samfélagi sem krefst þverfaglegrar teymisvinnu, þar sem allir eiga sitt hlutverk og sína rödd.

Starfsfólk SÁÁ vill vinna í þverfaglegu teymi og veita bestu hugsanlegu meðferð og þjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra. Við viljum vinna eftir nýjustu þekkingu og í skjólstæðingavænni nálgun í takt við kröfur nútímasamfélags.

Nú hefur Þórarinn Tyrfingsson boðið sig fram til formanns SÁÁ að nýju. Að hans mati getur enginn nema hann bjargað SÁÁ og kveðið niður þann óróleika sem hann telur að eigi sér stað í starfi samtakanna. Óróleika sem hefur að miklu leyti skapast af hans eigin völdum. Þórarinn hefur unnið ötullega að því að reyna skapa úlfúð og missætti milli starfsstétta og hans handbragð var auðþekkjanlegt á öllum gjörðum framkvæmdarstjórnar sem leiddu til vantraustsyfirlýsingar starfsfólks meðferðarsviðs á formann SÁÁ og framkvæmdarstjórn í apríl sl.

Við starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson sem formann SÁÁ. Okkur þarf ekki að bjarga, starfsandinn er almennt góður og það eitt að fyrrverandi formaður haldi öðru fram er dæmigert fyrir hans stjórnunarstíl, viðhorf og sjónarmið.

Samvinna framkvæmdarstjórnar SÁÁ og meðferðarsviðs þarf að einkennast af heiðarleika, virðingu og skýrri hlutverkaskiptingu. Starfsfólk SÁÁ treystir Einari Hermannssyni og Valgerði Rúnarsdóttur til að sinna

þessum hlutverkum af alúð og heilindum með hagsmuni fólks með fíknsjúkdóm og aðstandendur þeirra að leiðarljósi.

Undir yfirlýsinguna skrifa:

 • 1. Kristbjörg Halla Magnúsdóttir, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
 • 2. Gísli Hrafn Atlason, Áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi
 • 3. Elín Þórdís Gísladóttir Meldal, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
 • 4. Sandra Dögg Björnsdóttir, Sjúkraliði
 • 5. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 6. Þóra Björk Ingólfsdóttir, Sálfræðingur
 • 7. Tinna Dögg Jóhannsdóttir, Áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi
 • 8. Tita Valle, Hjúkrunarfræðingur
 • 9. Karl Gunnarsson, Dagskrárstjóri á Göngudeild SÁÁ
 • 10. Bryndís Ólafsdóttir, Hjúkrunarfræðingur
 • 11. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 12. Vignir Fannar Valgeirsson, Áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi
 • 13. Vilborg Þórisdóttir, Sjúkraliði
 • 14. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 15. Hrefna Mjöll Þórisdóttir, Móttökuritari
 • 16. Ingibjörg Jónsdóttir, Sjúkraliði
 • 17. Ingunn Hansdóttir, Yfirsálfræðingur
 • 18. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 19. Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, Áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi
 • 20. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 21. Bryndís Árný Kristínardóttir, Sjúkraliði
 • 22. Dagrún Þórný Marínardóttir, Heilbrigðisgagnafræðingur
 • 23. Gísli Stefánsson , Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
 • 24. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 25. Ásdís M Finnbogadóttir, Hjúkrunarfræðingur
 • 26. Auður Teitsdóttir, Móttökuritari
 • 27. Berglind Þöll Heimisdóttir, Hjúkrunarfræðingur
 • 28. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 29. Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir, Áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi
 • 30. Agnar Egilsson, Áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi
 • 31. Bjarnrún Jónsdóttir, Hjúkrunarfræðingur
 • 32. Hörður J. Oddfríðarson, Dagskrárstjóri
 • 33. Guðrún Ósk Njálsdóttir, Áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi
 • 34. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 35. Arndís Ásgeirsdóttir, Sjúkraliði
 • 36. Guðmann Magnússon, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
 • 37. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 38. Julia Aspelund, Lýðheilsufræðingur
 • 39. Kristrún Pétursdóttir, Sjúkraliði
 • 40. Lea Nabetse, Hjúkrunarfræðingur
 • 41. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 42. Oddur Sigurjónsson, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
 • 43. Páll Heiðar Jónsson , Sálfræðingur
 • 44. Rakel Birgisdóttir, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
 • 45. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 46. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
 • 47. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 48. Torfi Hjaltason , Dagskrárstjóri á Vík
 • 49. Víðir Sigrúnarson, Yfirlæknir
 • 50. Vigdís Margrétar Jónsdóttir, Áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi
 • 51. Starfsmaður sem óskar nafnleyndar
 • 52. Natasa Stankovic , Sjúkraliði
 • 53. þrúður Bryndísardóttir, Sjúkraliði
 • 54. Katrín Ella Jónsdóttir, Sálfræðingur
 • 55. Kristín Lára Ólafsdóttir, Hjúkrunarfræðingur
 • 56. Emilila Aleksandraviciene, Sjúkraliði
 • 57. Silja Jónsdóttir, Sálfræðingur