Þrota­bú Harrow Hou­se ehf. hefur krafist nauðungar­sölu á Klappar­stíg 35 í Reykja­vík vegna 20 milljón króna skuldar Jóns Ó. Ragnars­sonar, samkvæmt Lögbirtingarblaði.

Allt hluta­fé Harrow Hou­se, sem rak veitinga­staðinn Primo að Þing­holts­stræti 1 í Reykja­vík fyrir gjald­þrot, var í eigu Valdimars Jóns­sonar sem er sonur Jóns.

At­hafna­maðurinn Jón Ragnars­son var dæmdur árið 2022 til að greiða þrota­búi Harrow Hou­se um 13 milljónir króna. Í dómi héraðs­dóms kom fram að fé­lagið hefði á tveggja ára tíma­bili milli­fært 9,8 milljónir króna á banka­reikning Jóns.

Milli­færslurnar voru bókaðar í bók­haldi Harrow hou­se sem kröfur á hendur Jóni án frekari skýringar.

Í dómnum segir einnig að Jón hafi tekið út vörur og þjónustu fyrir um tæp­lega eina milljón en þar að auki var eldri krafa á hendur Jóni í bók­haldi fé­lagsins upp á rúm­lega 2 milljónir króna.

Jón hélt því fram fyrir dómi að greiðslur Harrow Hou­se hafi verið hluti af leigu­greiðslum fé­lagsins til Hótel Val­hallar sem greiddar hafi verið beint til hans að beiðni Hótel Val­hallar.

Jón var lengi vel kenndur við Hótel Val­höll á Þing­völlum sem hann erfði frá for­eldrum sínum.

Vísir fjallaði ítarlega um Jón og Harrow House árið 2022 og er hægt að lesa meira um málið hér.