Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ísland skrifaði undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar fyrir þremur áratugum. Næstu markmið verða gerð upp árið 2030 og er mikil vinna í gangi við áætlanir næstu ára.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir ærið verk fyrir höndum í málaflokknum en ljóst sé að of lítið hafi verið gert á síðustu árum.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ísland skrifaði undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar fyrir þremur áratugum. Næstu markmið verða gerð upp árið 2030 og er mikil vinna í gangi við áætlanir næstu ára.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir ærið verk fyrir höndum í málaflokknum en ljóst sé að of lítið hafi verið gert á síðustu árum.

„Við höfum rosalega góða sögu að segja, allir líta til okkar vegna þess að afar okkar og ömmur og foreldrar okkar stigu svo stór skref í orkuskiptum eitt og tvö. Þau tóku ákvörðun um að skipta út kolum, gasi og olíu fyrir raforku framleidda með vatnsafl og síðar jarðvarma en einnig að nýta jarðhita til húshitunar. Í dag þykir okkur þetta jafn sjálfsagt og aðgangur okkar að súrefni í loftinu,“ segir Guðlaugur en hann tók við ráðuneytinu fyrir tæpum tveimur árum.

Eitt af því sem hafi mögulega skort á sínum tíma hafi verið áætlanagerð, að vinna aðgerðaáætlanir í samvinnu við þá sem þurfa að framkvæma hlutina og vinna með hverri atvinnugrein að sameiginlegu markmiðum með gagnsæjum hætti. Vinna er hafin við slíka aðgerðaáætlun hér á landi sem mun líta dagsins ljós í kringum áramót.

„Við vorum svo lánsöm við gátum skoðað og notað nákvæmlega það sem Norðurlöndin hafa gert vegna þess að þau voru búin að þessu og við vorum ekki byrjuð. Sama þegar kemur að grænu orkunni, það liggur fyrir að það hefur mjög lítið verið gert í sextán ár.“

Fólk vilji ekki vakna við vondan draum

Núverandi skuldbindingar Íslands eru metnaðarfullar en aðeins sjö ár eru í að markmið Parísarsáttmálans verði gerð upp. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins um 55% losun en gera má ráð fyrir því að hlutur Íslands í því markmiði verði um 40%. Þá er pólitíska markmiðið 55% samdráttur en miðað við þær aðgerðir sem eru í gangi í dag mun samdrátturinn nema um 26% árið 2030 miðað við árið 2005.

Að sögn Guðlaugs virðist Ísland að einhverju leyti hafa sofnað á verðinum varðandi fyrri skuldbindingar, einna helst á seinna tímabili Kýótó. Þrátt fyrir allt hefur hann fulla trú á því að Ísland nái skuldbindingu sínum í þetta sinn.

„Augljóslega hefði betur mátt fara og ég skal alveg viðurkenna það að þegar ég fór ofan í þetta og skoðaði hvernig áætlanirnar voru þegar ég tók hér við, mér brá, ég átti ekki von á því að það væri svo mikið verk sem væri óunnið. En það er engin ástæða til þess að væla yfir því, það þarf einfaldlega að ganga í þetta,“ segir Guðlaugur. Mikilvægt sé að fólk sé á verði en vitundin um orkumál sé allt of lítil.

„Við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru. Það getur vel verið að það sé óþægilegt og að fólki finnist það ekki gaman en ég vil miklu frekar vera skammaður fyrir það. Ég trúi ekki öðru en að fólk kunni að meta það að maður segi hlutina eins og þeir eru svo að fólk geti verið með í lausninni en vakni ekki einn daginn við vondan draum.“

Nánar er rætt við Guðlaug í Orku og Iðnaði, sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðviðkudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.