Hátt í 600 milljón króna utan­þings­við­skipti áttu sér stað með bréf Marels í gær sem til­kynnt voru við opnun markaða.

Gengið í við­skiptunum var um 500 krónur á hlut en gengi Marels opnaði í 498 krónum í morgun sem er 1% hærra en dagsloka­gengið í gær. Gengið hefur þó lækkað á ný og stendur í 493 krónum eftir 700 milljón króna viðskipti.

Hluta­bréf í John Bean Technologies, sem hefur lagt fram ó­skuld­bindandi vilja­yfir­lýsingu um að kaupa allt hluta­fé Marels, hækkuðu einnig eftir lokun markaða vestan­hafs en á­ætlað er að bréf JBT opni í 106,3 dölum á eftir sem er rúmum 3% hærra en dagsloka­gengið í gær.

Hátt í 600 milljón króna utan­þings­við­skipti áttu sér stað með bréf Marels í gær sem til­kynnt voru við opnun markaða.

Gengið í við­skiptunum var um 500 krónur á hlut en gengi Marels opnaði í 498 krónum í morgun sem er 1% hærra en dagsloka­gengið í gær. Gengið hefur þó lækkað á ný og stendur í 493 krónum eftir 700 milljón króna viðskipti.

Hluta­bréf í John Bean Technologies, sem hefur lagt fram ó­skuld­bindandi vilja­yfir­lýsingu um að kaupa allt hluta­fé Marels, hækkuðu einnig eftir lokun markaða vestan­hafs en á­ætlað er að bréf JBT opni í 106,3 dölum á eftir sem er rúmum 3% hærra en dagsloka­gengið í gær.

Í upp­færða til­boði JBT í hluta­fé Marels voru sett skil­yrði á valið semtak­markast af því að vegið meðal­tal fulls endur­gjalds JBT fyrir allt hluta­fé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðu­fjár, sem myndi leiða til þess að hlut­hafar Marel eignist 38% hlutafjár sam­einaðs fé­lags.

Í árs­upp­gjöri JBT er greint frá því að miðað sé við skipti­gengið 96,25 dalir á hlut í við­skiptunum sem er um 10 dölum lægri en núverandi gengi félagsins.

Stjórnir fé­laganna tveggja eru í við­ræðum um þessar mundir en JBT hyggst leggja fram val­frjálst yfir­töku­til­boð í Marel á fyrsta árs­fjórðungi 2024.

Í janúar síðastliðnum ákvað tilnefningarnefnd Marels að stöðva leit að nýjum einstaklingum í stjórn Marels í ljósi yfirvofandi tilboðs JBT.