Brosið Heilsuklíník, félag í eigu Hrannar Róbertsdóttur, hagnaðist um 101 milljón árið 2022 og námu launagreiðslur 127 milljónum króna samkvæmt áætlun Viðskiptablaðsins.

Félagið er efst á lista yfir þau samlags- og sameignarfélög á sviði tannlækninga sem högnuðust mest árið 2022 samkvæmt áætlun Viðskiptablaðsins. Brosið Heilsuklíník hagnaðist mest allra félaga á þessu sviði í sambærilegri úttekt Viðskiptablaðsins fyrir rekstrarárið 2021.

Brosið Heilsuklíník, félag í eigu Hrannar Róbertsdóttur, hagnaðist um 101 milljón árið 2022 og námu launagreiðslur 127 milljónum króna samkvæmt áætlun Viðskiptablaðsins.

Félagið er efst á lista yfir þau samlags- og sameignarfélög á sviði tannlækninga sem högnuðust mest árið 2022 samkvæmt áætlun Viðskiptablaðsins. Brosið Heilsuklíník hagnaðist mest allra félaga á þessu sviði í sambærilegri úttekt Viðskiptablaðsins fyrir rekstrarárið 2021.

Í öðru sæti er Ortho slf., félag í eigu Stefáns Reynis Pálssonar og Ernu Björg Sigurðardóttur, með 92 milljóna hagnað og sömu upphæð í launagreiðslur. Í þriðja sæti er félagið Prófíll tannrétting í eigu Berglindar Jóhannsdóttur með 85 milljóna hagnað og 99 milljónir í launagreiðslur.

Tannlæknaþjónustan sem Hallur Halldórsson, Petra Sigurðardóttir, Sigurjón Sveinsson og Andri Hrafn Hallsson er einnig ofarlega á lista en Skatturinn áætlaði tekjur félagsins. Raunverulegur hagnaður árið 2022 var 56,4 milljónir samkvæmt ársreikningi.

Alls eru 40 fyrirtæki á sviði tannlækninga á lista Viðskiptablaðsins en áætlaður hagnaður þeirra nemur samanlagt 1.172 milljónum króna og launagreiðslur 1.756 milljónum.

Úttekt Viðskiptablaðsins nær í heild til 400 afkomuhæstu samlags- og sameignarfélaganna í fyrra, byggt á álögðum tekjuskatti og tryggingagjaldi samkvæmt álagningarskrá lögaðila sem Skatturinn birti í síðustu viku.

Taka skal fram að í úttekt Viðskiptablaðsins er ekki tekið tillit til yfirfæranlegs taps frá fyrri árum – sem draga má frá skattstofni – né lægra skatthlutfalli tekna af arðgreiðslum, enda liggja upplýsingar um slíkt ekki fyrir.

Úttektin sem birtist í Viðskiptablaðinu nær til 400 félaga í níu flokkum. Áskrifendur geta nálgast listana í heild hér.

Uppfært:

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að áætlaður hagnaður Tannlæknaþjónustunnar væri 108 milljónir króna en í því tilviki hafði Skatturinn áætlað greiddan tekjuskatt félagsins. Hið rétta er að félagið hagnaðist um 56,4 milljónir króna árið 2022.