Samhliða kaupum Twitter á Ueno mun Twitter opna skrifstofu í Reykjavík. Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, greindi frá þessu á Twitter.
Hann segir að fyrstu vinnudagurinn hjá Twitter hafi ekki verið fyrr en á laugardaginn þar sem tíma hafi tekið að setja upp starfsstöðina en greint var frá kaupum Twitter á Ueno í byrjun janúar. Síðar í janúarmánuði var útibú Twitter frá Hollandi skráð í fyrirtækjaskrá undir nafninu Twitter Netherlands B.V. útibú.
Haraldur, var valinn viðskiptafræðingur ársins af Félagi Viðskipta- og hagfræðinga árið 2019, vegna uppgangs Ueno sem Haraldur stofnaði árið 2014. Hann hefur gefið út að hann muni greiða alla skatta af sölunni hér á landi og um leið sjái hann ekki fyrir sér að verða forstjóri í fyrirtæki á ný.
Sjá einnig: Kaupin á Ueno hluti af stefnubreytingu hjá Twitter
Ueno hefur haft starfstöð víða um heim undanfarin ár, meðal annars á Hafnartorgi í Reykjavík.
Come visit! (after covid)
— Halli (@iamharaldur) February 27, 2021