Perroy ehf., umboðsaðili Nespresso á Íslandi, hagnaðist um tæplega 86 milljónir króna árið 2022 samanborið við 148 milljóna hagnað árið áður. Velta félagsins nam 1.349 milljónum króna í fyrra og jókst um 1,6% á milli ára.

Perroy opnaði sína fyrstu Nespresso verslun í Kringlunni í lok nóvember 2017. Í maí 2019 var önnur verslun opnuð í Smáralind og í nóvember 2021 opnaði þriðja verslunin á Glerártorgi á Akureyri. Að auki rekur félagið netverslun og fyrirtækjaþjónustu

Eignir félagsins voru bókfærðar á 496 milljónir króna í árslok 2022 og eigið fé var um 258 milljónir.

Perroy er að fullu í eigu Adira ehf., félags í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Edwards Schmidt, en framkvæmdastjóri er Ívar Sigurjónsson. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 30 milljónir króna á árinu 2023.