Bandaríska skyndibitakeðjan Wendy‘s neitar því að hún hafi ætlað að hækka verð sín á háannatímum og segir umræðuna um verðbreytingar byggðar á misskilningi.

Fyrirtækið mun hafa sagt fjárfestum fyrr í mánuðinum frá nýjum stafrænum matseðli sem mun sýna breytileg verð og myndi þar á meðal kynna afslætti þegar það er minna að gera.

Bandaríska skyndibitakeðjan Wendy‘s neitar því að hún hafi ætlað að hækka verð sín á háannatímum og segir umræðuna um verðbreytingar byggðar á misskilningi.

Fyrirtækið mun hafa sagt fjárfestum fyrr í mánuðinum frá nýjum stafrænum matseðli sem mun sýna breytileg verð og myndi þar á meðal kynna afslætti þegar það er minna að gera.

„Þetta var rangtúlkað í sumum fjölmiðlum sem ásetning um að hækka verðin á háannatímum á veitingastöðum okkar. Við höfum engin áform um að gera slíkt og myndum aldrei hækka verðin þegar það er mikið að gera,“ segir Wendy‘s í tilkynningu.

Veitingakeðjan bætir við að það hafi aldrei notað orðið verðhækkun eins og margir fjölmiðlar greindu frá.

Slík verðhækkun varð áberandi meðal Uber, sem hefur lengi rukkað hærri fargjöld á háannatímum. Aðferðin er einnig algeng hjá flugfélögum og hótelum en veitingastaðir á borð við Slug and Lettuce hafa þegar byrjað að hækka verðin sín á háannatímum.