Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags­mála- og vinnu­markaðs­ráð­herra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir fjár­mála­ráð­herra vinna að frum­varpi um tíma­bundinn stuðning ríkisins til að auð­velda at­vinnu­rek­endum í Grinda­vík til að greiða starfs­fólki sínu laun.

Þetta kemur fram í færslu Guð­mundar Inga en hann segir eitt mikil­vægasta verk­efnið núna er að tryggja af­komu og öryggi fólks í Grinda­vík.

„Mikil­vægt er að varð­veita ráðningar­sam­bönd at­vinnu­rek­enda við starfs­fólk sitt á meðan ó­vissan er jafn­mikil og hún er nú. Ég og fjár­mála­ráð­herra vinnum nú að frum­varpi um tíma­bundinn stuðning ríkisins til að auð­velda at­vinnu­rek­endum að greiða starfs­fólki sínu laun sem vinnur á því svæði sem rýmt hefur verið vegna al­manna­varnar­á­stands í og við Grinda­vík,“ skrifar Guð­mundur Ingi.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags­mála- og vinnu­markaðs­ráð­herra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir fjár­mála­ráð­herra vinna að frum­varpi um tíma­bundinn stuðning ríkisins til að auð­velda at­vinnu­rek­endum í Grinda­vík til að greiða starfs­fólki sínu laun.

Þetta kemur fram í færslu Guð­mundar Inga en hann segir eitt mikil­vægasta verk­efnið núna er að tryggja af­komu og öryggi fólks í Grinda­vík.

„Mikil­vægt er að varð­veita ráðningar­sam­bönd at­vinnu­rek­enda við starfs­fólk sitt á meðan ó­vissan er jafn­mikil og hún er nú. Ég og fjár­mála­ráð­herra vinnum nú að frum­varpi um tíma­bundinn stuðning ríkisins til að auð­velda at­vinnu­rek­endum að greiða starfs­fólki sínu laun sem vinnur á því svæði sem rýmt hefur verið vegna al­manna­varnar­á­stands í og við Grinda­vík,“ skrifar Guð­mundur Ingi.

Að sögn Guð­mundar var rætt um málið í ríkis­stjórn í morgun og unnið er að frum­varpinu í góðu sam­tali við aðila vinnu­markaðarins.

„Horft verður til reynslunnar af úr­ræðum frá kórónu­veirufar­aldrinum. Ég stefni á að frum­varpið verði til­búið sem fyrst og þannig að við­komandi at­vinnu­rek­endum sé auð­veldað að greiða laun um næstu mánaða­mót,“ skrifar Guð­mundur Ingi.

„Ég hef heyrt í bæjar­stjóra Grinda­víkur, Fannari Jónas­syni, og látið hann vita af þessari fram­vindu. Ég dáist að æðru­leysi Grind­víkinga og sam­taka­mætti þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum. Hugur minn er hjá ykkur Grind­víkingum,“ skrifar Guð­mundur Ingi að lokum.

Þá greindi Vinnumálastofnun frá því í dag að komi til þess að launagreiðslur falli niður til starfsmanna fyrirtækja í Grindavík vegna ákvörðunar almannavarna um allsherjarrýmingu geta þeir leitað til Vinnumálastofnunar.

„Öryggisnet atvinnuleysistryggingakerfisins tryggir starfsfólki framfærslu í þeim tilfellum þegar starfsmaður hefur áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig leitað til stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu VMS.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.