Sam­kvæmt mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar námu hrein í­búða­lán til heimila 12,9 milljörðum króna í septem­ber­mánuði. Ný verð­tryggð lán til heimila námu 30,1 milljarði króna og hafa þau verið já­kvæð undan­farið rúmt ár.

„Upp­greiðslur ó­verð­tryggðra lána aukast mikið en alls voru 17,2 ma. kr. af ó­verð­tryggðum lánum greidd upp eða 1,3% allra ó­verð­tryggðra lána til heimila. Upp­greiðslur ó­verð­tryggðra lána eru nú um tvö­falt meiri en upp­greiðslur verð­tryggðra lána voru mestar eftir vaxta­lækkanir í heims­far­aldrinum,“ segir í skýrslunni.

Sam­kvæmt mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar námu hrein í­búða­lán til heimila 12,9 milljörðum króna í septem­ber­mánuði. Ný verð­tryggð lán til heimila námu 30,1 milljarði króna og hafa þau verið já­kvæð undan­farið rúmt ár.

„Upp­greiðslur ó­verð­tryggðra lána aukast mikið en alls voru 17,2 ma. kr. af ó­verð­tryggðum lánum greidd upp eða 1,3% allra ó­verð­tryggðra lána til heimila. Upp­greiðslur ó­verð­tryggðra lána eru nú um tvö­falt meiri en upp­greiðslur verð­tryggðra lána voru mestar eftir vaxta­lækkanir í heims­far­aldrinum,“ segir í skýrslunni.

Hrein ný í­búða­lán frá bönkum til heimila námu 7,7 milljörðum í septem­ber en hrein ný í­búða­lán frá líf­eyris­sjóðum til heimila námu 6,2 milljörðum.

Á þriðja árs­fjórðungi námu hrein ný í­búða­lán til heimila 21,8 milljörðum frá bönkum og 17,9 milljörðum frá líf­eyris­sjóðum.

„Það sem af er ári hafa líf­eyris­sjóðir lánað um­fram upp­greiðslur og aðrar um­fram­greiðslur fyrir 49,6 ma. kr. saman­borið við 41 ma. kr. sem bankar hafa lánað í formi nýrra í­búða­lána til heimila,“ segir í skýrslunni.

Hlut­deild líf­eyris­sjóða á í­búða­lána­markaði hefur því vaxið á árinu úr 22,8% í byrjun árs og er nú 24% en hæst fór hlut­deild þeirra í úti­standandi í­búða­lánum til heimila í 29,6% í apríl 2020,“ segir í skýrslunni.

Verð­tryggð lán banka til heimila námu 25,6 milljörðum í septem­ber og þar af voru 22,6 milljarðar á breyti­legum vöxtum en 3 milljarðar á föstum vöxtum.

Upp­greiðslur ó­verð­tryggðra lána til banka námu 17,9 milljörðum en heimilin greiddu upp 19,5 milljarða af ó­verð­tryggðum lánum á breyti­legum vöxtum í septem­ber en á sama tíma voru hrein ný ó­verð­tryggð lán heimila á föstum vöxtum tekin fyrir 1,5 milljarða.