Fjártæknifyrirtækið Monerium hefur farið sér hægt frá stofnun árið 2016. Félagið var fáliðað og einbeitti sér að vöruþróun meðan á faraldrinum stóð og gaf lítið út af rafeyri.

Eftir að hafa fengið fjármögnun upp á hálfan milljarð króna frá fjárfestahóp sem leiddur var af eistnesku fjárfestunum Taavet og Sten í fyrrahaust má hins vegar segja að sett hafi verið í næsta gír.

Sjá einnig: Eina fyrir­tækið með rétta leyfið á markaðnum

Fjármögnunin veitti teymi Monerium ekki bara fjármagn heldur komu hinir nýju fjárfestar að sögn Sveins með þekkingu og sambönd að borðinu sem hafa hjálpað þeim að stækka teymið undirbyggja vöruna.

Afraksturinn hefur ekki staðið á sér: Á rétt rúmu ári hefur útgáfan tífaldast úr um það bil hálfri milljón evra í yfir 6 milljónir, eða sem nemur um 850 milljónum króna, og Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum félagsins telur líklegt að veltan aukist aftur verulega á næsta ári.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.