Sjávar­út­vegs­fyrir­tækið Út­gerðar­fé­lag Reykja­víkur (ÚR), sem er í meiri­hluta­eigu Guð­mundar Kristjáns­sonar for­stjóra Brims, á nú 25% hlut í ís­lensku báta­smiðjunni Rafnar ehf.

Fyrr í dag gengu ÚR og Rafnar frá sam­komu­lagi um kaup ÚR á 10% hlut í OK Eignar­halds­fé­lagi ehf., sem er móður­fé­lag Rafnar, fyrir 400 milljónir króna.

Sam­hliða kaupunum þá mun ÚR nýta breyti­rétt á skulda­bréfi og verður ÚR þar með sam­tals 25% hlut­hafi í OK Eignar­halds­fé­lagi ehf.

Runólfur Viðar Guð­munds­son og Guð­mundur Kristjáns­son sitja í stjórn fé­lagsins fyrir hönd ÚR.

Fé­lag í eigu Össurar Kristins­sonar og fjöl­skyldu hans er á­fram stærsti hlut­hafi fé­lagsins

„Fjár­festing ÚR verður nýtt til að styðja við á­fram­haldandi vöxt og upp­byggingu fé­lagsins á al­þjóða­mörkuðum en mikil eftir­spurn er eftir bátum sem byggðir eru sam­kvæmt einka­leyfis­varinni hönnun Össurar Kristins­sonar,“ segir í til­kynningu tilKaup­hallarinnar.

„Lang­tíma­mark­mið ÚR er að ein­blína á ný­sköpun á arð­bærum og vaxandi mörkuðum í haf­tengdri starf­semi og er fjár­festingin í Rafnar hluti af þeirri stefnu“ segir Runólfur Viðar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Út­gerðar­fé­lags Reykja­víkur.

„Það er gríðar­legur styrkur að fá Út­gerðar­fé­lag Reykja­víkur inn sem hlut­hafa og ekki síður þátt­takanda í þeirri veg­ferð sem fram undan er hjá fé­laginu. Sú þekking á haf­tengdri starf­semi, út­gerð skipa og rekstri stórra öflugra fyrir­tækja sem ÚR kemur með að borðinu er ó­metan­leg“ segir Björn Ár­sæll Péturs­son, stjórnar­for­maður Rafnar.