Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion Banka, var í við­tali hjá Túr­ista í dag, þar sem hann var meðal annars spurður um hvort það væri pláss fyrir tvö ís­lensk flug­fé­lög að gera út á sama markaði líkt og Icelandair og Play.

„Ég myndi svara þessu með annarri spurningu: Er eitt­hvað virði í þessum tengi­flug­velli sem Kefla­vík er fyrir stærri einingu? Ég held að svarið við því gæti verið já,” sagði Bene­dikt áður en hann var spurður á ný um hvort það væri skyn­sam­legra að sam­eina Icelandair og Play.

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion Banka, var í við­tali hjá Túr­ista í dag, þar sem hann var meðal annars spurður um hvort það væri pláss fyrir tvö ís­lensk flug­fé­lög að gera út á sama markaði líkt og Icelandair og Play.

„Ég myndi svara þessu með annarri spurningu: Er eitt­hvað virði í þessum tengi­flug­velli sem Kefla­vík er fyrir stærri einingu? Ég held að svarið við því gæti verið já,” sagði Bene­dikt áður en hann var spurður á ný um hvort það væri skyn­sam­legra að sam­eina Icelandair og Play.

„Nei, ég er tala um að þessi flug­fé­lög gætu orðið hluti af stærri einingu sem hefur starf­semi víðar og er ekki bara með eina tengi­mið­stöð. Þeir fjár­festar sem hafa lagt Play til mest fé eru mjög upp­lýstir og hafa sett í þetta fjár­muni sem þeir hafa væntan­lega efni á að tapa. Eru þó með ein­hver fjár­festinga­á­form og ég myndi halda að það sem vaki meðal annars fyrir fjár­festum sé að þetta geti orðið hluti af stærri sam­stæðu. Að upp­byggingin á þessum tengi­flug­velli hér myndi krefjast fjár­muna sem fást kannski til baka og ein­hver á­vöxtun á þá,“ sagði Bene­dikt í samtali við Túrista.is

Að hans mati snýst þetta ekki um hvort flug­fé­lagið „lifi af í þessari hörðu sam­keppni sem er hér heldur meira um hvernig al­þjóð­legur flug­rekstur þróast.“

Hægt er að lesa við­tal Túr­ista við Bene­dikt hér.