Samkvæmt skráningarlýsingu John Bean Technologies (JBT) í tengslum við yfirtökutilboð félagsins í allt hlutafé Marels segir að JBT telji að heildarkostnaður við yfirtökuna verði í kringum 1,9 milljarð evra, sem samsvarar um 285 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.

Samkvæmt skráningarlýsingunni, sem JBT skilaði til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna fyrir helgi, eru innifaldar í þeirri upphæð allar greiðslur til núverandi hluthafa Marels, endurfjármögnun á hluta af skuldum Marels ásamt öllum gjöldum og þóknunum í tengslum við kaupin.

JBT segist ætla fjármagna kaupin með handbæru fé, lántöku og skuldabréfaútgáfu en ljóst er að samkvæmt skráningarlýsingunni verður hið sameinaða félag Marels og JBT frekar skuldsett.

Wells Fargo og Goldman Sachs eru aðstoða JBT við fjármögnun og hafa bankarnir tveir veitt JBT 1,3 milljarða evru lánalínu til að ganga frá kaupunum.

Í yfirliti yfir áhættuþætti sem hluthafar JBT og Marel eru beðnir um að hafa í huga í tengslum við kaupin er farið ítarlega yfir skuldsetningu félaganna tveggja og sameinaða félagsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði